Guðrún er stolt af skeggi sínu 14. maí 2014 09:00 Guðrún Mobus Bernharðs litaði skeggið og málaði til heiðurs Conchitu Wurst, sigurvegara Eurovision. mynd/einkasafn „Það eru auðvitað ýmsar skeggtoganir um þetta en mér finnst Conchita ógeðslega flott,“ segir Guðrún Mobus Bernharðs en hún ákvað að skarta alskeggi til heiðurs hinni austurrísku Conchita Wurst, sem sigraði Eurovison-keppnina um liðna helgi. Guðrún, sem er 34 ára gömul, hefur verið ófeimin við að skarta skeggi undanfarin ár enda sprettur það og fer sínar eigin leiðir. „Mér fannst skeggvöxturinn óþægilegur til að byrja með, það var mikil pressa á mér og margir gerðu ráð fyrir því að ég væri í hormónameðferð eftir að ég leyfði skegginu að vaxa,“ segir Guðrún. Hún fór í leisermeðferð sem lauk fyrir um það bil þremur árum í von um að útrýma skeggvextinum. „Vöxturinn minnkaði eftir meðferðina en í dag leyfi ég skegginu að vaxa og dafna og skammast mín ekki neitt.“ Guðrún er ánægð með að sigurvegari Eurovision komi úr annars konar flóru. „Mér finnst þetta frábært, því sigur Conchitu opnar augu fólks fyrir því að fólk er ekki bara svart og hvítt. Við erum misjöfn eins og við erum mörg.“Guðrún Mobus Bernharðs og Rakel Snorradóttir vinkona hennar á góðri stundu. Rakel skartaði máluðu skeggi í Roller Derby leik daginn eftir sigur Conchitu Wurs.mynd/einkasafnHún segist þó finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá fólki hér á landi. „Svona er samt lífið og tilveran, ég bara fæddist svona og það er ástæðan fyrir því að ég er með skegg.“ Eins og fyrr segir litaði hún skegg sitt með eyeliner og málaði til að gera það greinilegra til heiðurs Conchitu. „Mig langaði bara að gera þetta og sá sem tjáir sig um mitt persónulega útlit á niðrandi máta og er ekki náinn mér eins og fjölskylduvinur og þess háttar, á í raun bara bágt myndi ég segja,“ segir Guðrún. „Mér finnst frábært hvað Íslendingar eru orðnir jákvæðir og opnir og tilbúnir að fræðast um næsta í stað þess að bindast fordómum, enda eru fordómar heftandi, eins og Pollapönkarar gera sér fyllilega grein fyrir. Ég er stolt af þeim,“ útskýrir Guðrún. Eurovision Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
„Það eru auðvitað ýmsar skeggtoganir um þetta en mér finnst Conchita ógeðslega flott,“ segir Guðrún Mobus Bernharðs en hún ákvað að skarta alskeggi til heiðurs hinni austurrísku Conchita Wurst, sem sigraði Eurovison-keppnina um liðna helgi. Guðrún, sem er 34 ára gömul, hefur verið ófeimin við að skarta skeggi undanfarin ár enda sprettur það og fer sínar eigin leiðir. „Mér fannst skeggvöxturinn óþægilegur til að byrja með, það var mikil pressa á mér og margir gerðu ráð fyrir því að ég væri í hormónameðferð eftir að ég leyfði skegginu að vaxa,“ segir Guðrún. Hún fór í leisermeðferð sem lauk fyrir um það bil þremur árum í von um að útrýma skeggvextinum. „Vöxturinn minnkaði eftir meðferðina en í dag leyfi ég skegginu að vaxa og dafna og skammast mín ekki neitt.“ Guðrún er ánægð með að sigurvegari Eurovision komi úr annars konar flóru. „Mér finnst þetta frábært, því sigur Conchitu opnar augu fólks fyrir því að fólk er ekki bara svart og hvítt. Við erum misjöfn eins og við erum mörg.“Guðrún Mobus Bernharðs og Rakel Snorradóttir vinkona hennar á góðri stundu. Rakel skartaði máluðu skeggi í Roller Derby leik daginn eftir sigur Conchitu Wurs.mynd/einkasafnHún segist þó finna fyrir jákvæðum viðbrögðum frá fólki hér á landi. „Svona er samt lífið og tilveran, ég bara fæddist svona og það er ástæðan fyrir því að ég er með skegg.“ Eins og fyrr segir litaði hún skegg sitt með eyeliner og málaði til að gera það greinilegra til heiðurs Conchitu. „Mig langaði bara að gera þetta og sá sem tjáir sig um mitt persónulega útlit á niðrandi máta og er ekki náinn mér eins og fjölskylduvinur og þess háttar, á í raun bara bágt myndi ég segja,“ segir Guðrún. „Mér finnst frábært hvað Íslendingar eru orðnir jákvæðir og opnir og tilbúnir að fræðast um næsta í stað þess að bindast fordómum, enda eru fordómar heftandi, eins og Pollapönkarar gera sér fyllilega grein fyrir. Ég er stolt af þeim,“ útskýrir Guðrún.
Eurovision Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira