Allir dagar verða að vera 17.júní Marín Manda skrifar 13. maí 2014 13:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýkjörinn formaður Rithöfundasambandsins. mynd/úr einkasafni Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fjölskrúðugan flokk höfunda í framtíðinni. „Titillinn mátast ágætlega og verkefnin leggjast vel í mig. Rithöfundasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungumálið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningarstarfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hagsmunir rithöfunda eru órjúfanlega samofnir hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöfundasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vettvangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar menntunar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bóklestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borðinu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasambandsins hefur hún úr nægum verkefnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfirvalda fyrir langa löngu. Þá hafa höfundar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samningamál, tæknileg þróun og bókasafnsmál sem brenna á okkur rithöfundum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmenntirnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga. Menning Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Kristín Helga Gunnarsdóttir er nýr formaður Rithöfundasambandsins. Hún vill gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi sér fjölskrúðugan flokk höfunda í framtíðinni. „Titillinn mátast ágætlega og verkefnin leggjast vel í mig. Rithöfundasambandið er 430 manna félag fólks sem stendur vörð um tungumálið, framleiðir bókmenntirnar og sinnir mikilvægu menningarstarfi. Mitt hlutverk er að standa vörð um hagsmuni þessa hóps og hagsmunir rithöfunda eru órjúfanlega samofnir hagsmunum þjóðarinnar,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir aðspurð um nýja titilinn sem formaður Rithöfundasambandsins. Hún bætir við að forystusveit Rithöfundasambandsins hafi það hlutverk að gæta þess að bókmenntaþjóðin eigi fjölskrúðugan flokk höfunda sem geta starfað við ritlistina á breiðum vettvangi. Kristín Helga, eða Dinna eins og hún hefur verið kölluð síðan hún var lítil stelpa, hefur skrifað fjöldann allan af fjölskyldubókum en hún gaf út sína fyrstu bók, Elsku besta Binna mín, árið 2007. „Lestur er undirstaða allrar menntunar í mannlegu samfélagi. Þannig heillar mig að fá að fylgja úr hlaði þeim sem eru að hefja lesturinn, leggja í þá þroskaför sem bóklestur er. Ég hef alltaf skrifað og lærði fjölmiðlafræði á sínum tíma,“ segir hún. En hvað varð til þess að Kristín Helga fór að skrifa eigin bækur? „Ég skrifaði fréttir, sannar sögur, svo það var kannski eðlilegt framhald að taka atburðarásina í sínar hendur og stýra sögupersónum betur. Ég skrifa fjölskyldubækur og kalla alla að borðinu þegar kemur að bóklestri barna. Við eigum að lesa saman, upphátt og tala saman. Margar bækur höfða til allra aldurshópa. Mig hefur alltaf langað að skrifa þannig bækur.“ Kristín Helga starfaði lengi sem fréttakona á Stöð 2 en segist aldrei sakna fréttamennskunnar því að eitt tímabil taki við af öðru. „Þetta er eins og lagterta. En þegar eitthvað stórt gerist þá fer aðeins um mann og svo hefur maður tilhneigingu til að hafa skoðanir á öllu. Ég er aðeins að reyna að venja mig af því.“ Sem nýkosinn formaður Rithöfundasambandsins hefur hún úr nægum verkefnum að vinna og segist vilja efla Bókasafnssjóðinn sem höfundar fá greiðslur úr fyrir útlán. „Það er svo sorglegt að hann er að skreppa skammarlega saman þegar hann þyrfti að stækka hratt til að mæta settum markmiðum yfirvalda fyrir langa löngu. Þá hafa höfundar áhyggjur af virðisaukaskatti á bækur sem gæti hækkað í haust. Það gæti gengið af greininni dauðri og má ekki gerast. Svo eru það samningamál, tæknileg þróun og bókasafnsmál sem brenna á okkur rithöfundum. Við lyftum okkur gjarnan upp með því að tala sparilega um bókmenntirnar á 17. júní og öðrum tyllidögum, en til að standa vörð um tungumál og menningu þá verða allir dagar að vera 17. júní í svona míkrósamfélagi eins og við búum í. Annars náum við ekki að passa fjöreggið – missum það bara og mölbrjótum,“ segir Kristín Helga.
Menning Mest lesið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“