Schubert í Ævintýrahöllinni Iðnó Friðrika Benónýsdóttir skrifar 1. maí 2014 10:30 Kammersveit Reykjavíkur. "Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana.“ Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenningarhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tónlistarsögunnar. Hljóðfæraskipanin er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfærin sín fyrir tónleikagestum leitast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjölskyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistarmenntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis. Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur flytja þætti úr Oktett eftir Franz Schubert fyrir forvitna tónleikagesti á öllum aldri í Iðnó í hádeginu í dag. „Við erum bara gríðarlega spennt,“ segir Guðrún Hrund Harðardóttir, víóluleikari og listrænn stjórnandi Kammersveitarinnar. „Kammersveitin hefur tekið þátt í Barnamenningarhátíð frá upphafi og það hefur verið mjög gott samstarf. Við höfum prófað okkur áfram, bæði spilað nútímatónlist og klassíska fyrir krakkana og að þessu sinni ákváðum við að kynna þau fyrir Schubert og þessum glæsilega oktett hans.“ Oktettinn, sem tónskáldið Franz Schubert samdi árið 1824, telst til þekktustu kammertónverka tónlistarsögunnar. Hljóðfæraskipanin er klarínett, fagott, horn, tvær fiðlur, víóla, selló og kontrabassi, en auk þess að kynna hljóðfærin sín fyrir tónleikagestum leitast hljóðfæraleikararnir við að svara spurningum tónleikagesta. „Við verðum með kynningar, bæði á verkinu og Schubert sjálfum, fyrir börnin en þetta eru samt fjölskyldutónleikar sem fólk á öllum aldri getur notið,“ segir Guðrún Hrund. Meðal þess sem hún mun segja frá er æska Schuberts og tónlistarmenntun hans. „Það vakti athygli mína að hann, eins og Mozart og aðrir samtímamenn hans, lærði á mörg hljóðfæri. Byrjaði sex ára að læra bæði á píanó og fiðlu og síðar bættist víóla við. Þetta er aðeins öðru vísi en við eigum að venjast í dag þegar krakkar læra yfirleitt ekki nema á eitt hljóðfæri og við sérfræðingarnir getum heldur ekki hoppað á milli hljóðfæra,“ segir Guðrún Hrund. „Þetta var öðru vísi í þá daga.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og standa í tæpa klukkustund og aðgangur er að sjálfsögðu ókeypis.
Menning Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“