Vilja nýja íbúakosningu um flugvöllinn þegar nefnd lýkur störfum Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. apríl 2014 07:00 Reykjavíkurflugvöllur í þoku. Afstaða væntanlegs borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokks til uppbyggingar í Vatnsmýri ræðst nokkuð af tillögum nefndar um framtíð flugvallarins sem skila á í lok þessa árs. Fréttablaðið/Vilhelm Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Samstaða virðist meiri um stefnuna í flugvallarmálum hjá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins en var í fyrri hópi borgarfulltrúa flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn í borginni kynnti stefnumál sín á blaðamannafundi í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag. Þar kom meðal annars fram að frambjóðendur flokksins telja ljóst að flugvöllurinn verði í Vatnsmýri um fyrirsjáanlega framtíð. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins, boðar um leið kosningu meðal reykvískra kjósenda um framtíð flugvallarins þegar nefnd um framtíð hans, sem Ragna Árnadóttir lögfræðingur og fyrrverandi dómsmálaráðherra fer fyrir, skilar tillögum í lok árs. Fyrri íbúakosningu frá 2001, þar sem brotthvarf flugvallarins var samþykkt, telur hann úrelta.Halldór HalldórssonAfstaða borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins til flugvallarins var áður klofin. Þannig vildu fyrrverandi borgarfulltrúarnir Gísli Marteinn Baldursson og Þorgerður Helga Vigfúsdóttir að flugvöllurinn viki. Þá hefur örlað á skoðanamun í hópi núverandi frambjóðenda. Við afgreiðslu aðalskipulags í borgarstjórn í nóvember í fyrra var líka felld tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Kjartans Magnússonar og Mörtu Guðjónsdóttur, í öðru, þriðja og sjötta sæti nú, um að flugvöllurinn yrði sýndur á núverandi stað í skipulaginu. Þau greiddu líka atkvæði gegn aðalskipulaginu. Hildur Sverrisdóttir og Áslaug Friðriksdóttir, sem nú skipa fjórða og fimmta sæti á lista flokksins, samþykktu hins vegar aðalskipulagið og sátu hjá við afgreiðslu á tillögu samflokksfólks síns. Halldór telur að taka þurfi upp aðalskipulag borgarinnar vegna ákveðinna þátta, en flokkurinn sé hins vegar sammála flestum áformum sem þar koma fram um þéttingu byggðar. „Við viljum fá niðurstöðu Rögnunefndarinnar og tryggja það að höfuðborgin sé með flugvöll í einhverri mynd. Við viljum ekki að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur,“ sagði hann í viðtali við fréttastofu að lokinni kynningu á stefnumálunum. Um leið sagði hann vel koma til greina að byggja í Vatnsmýri, það færi eftir útfærslum í niðurstöðum nefndarinnar um framtíð flugvallarins.Vilja auka sveigjanleika í skólakerfinu Í stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum er talað fyrir auknum sveigjanleika milli skólastiga til að betur verði mætt þörfum einstakra barna, allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Námsleiðum eigi að fjölga í efri bekkjum grunnskóla og gefa nemendum kost á að stunda framhaldsskólaáfanga samhliða grunnskólanámi. Flokkurinn vill líka taka upp fimm ára bekk sem tilraunaverkefni. „Nágrannasveitarfélögin hafa gert tilraunir með þetta og það hefur gengið vel. Við teljum þetta mjög áhugavert,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti flokksins.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira