Einkamál útlendinga birt án skýrra heimilda Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2014 13:06 Málsmeðferð Tony Omos í innanríkisráðuneytinu olli því að fjöldi fólks mótmælti fyrir framan ráðuneytið fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Stefán Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag. Lekamálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Úrskurðir innanríkisráðuneytisins í útlendingamálum hafa verið birtir í heild sinni á vefnum úrskurðir.is án þess að ráðuneytið hafi skýra lagaheimild til þess. Á vef ráðuneytisins þann 20. febrúar síðastliðinn er fjallað um áætlanir þess efnis að birta útdrætti úr úrskurðum í útlendingamálum en þegar fréttin birtist höfðu sex úrskurðir í útlendingamálum þegar verið birtir. Frumvarp til breytinga á útlendingalögum, sem nú er til meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir því að ráðherra hafi heimild til að birta úrskurði og setja nánari reglur um birtingu þeirra.Ragnhildur Helgadóttir prófessor við háskólann í reykjavík fréttablaðið/aðsentRagnhildur Helgadóttir, prófessor í stjórnskipunarrétti við Háskólann í Reykjavík, segir að birting stjórnvaldsúrskurða tryggi jafnræði við úrvinnslu mála innan stjórnsýslunnar. „Almennt er gott að úrskurðir séu birtir því þá er auðveldara að gæta jafnræðis en hins vegar þarf stjórnsýslan að fara að lögum og það er því spurning hvort má birta nokkuð án þess að það sé lagaheimild fyrir því auk þess sem það þarf að gæta persónuverndar þeirra sem í hlut eiga.“ Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, segir að birting persónuupplýsinga sé vandmeðfarin.Trausti Fannar Valsson, lektor við Háskóla Íslands.„Þetta er mjög matskennt en spurningin er hvort nafnhreinsunin sé fullnægjandi og hvort hreinsun upplýsinga úr úrskurðinum sé fullnægjandi. Þær reglur eru mjög matskenndar og það þyrfti að skoða hvern einstakan úrskurð fyrir sig.“ Persónuvernd gaf allsherjarnefnd álit sitt á því frumvarpi sem liggur fyrir þinginu. Þar kemur fram að gæta verði að 9. gr. upplýsingalaga þar sem mælt er fyrir um að óheimilt sé að veita almenningi aðgang að gögnum um einkamál einstaklinga sem sanngjarnt þyki að séu einkamál nema sá sem gögnin fjalla um samþykki birtinguna. Persónuvernd leggur áherslu á að ákvörðun um birtingu úrskurðanna sé ekki í hendi ráðherra heldur að Alþingi taki afstöðu til þess hvort birta eigi úrskurðina og með hvaða hætti.Upplýsingar um ástalíf kunngjörðarÞeir úrskurðir sem ráðuneytið hefur nú þegar birt á vefsíðunni úrskurðir.is eru sex talsins. Nafnleyndar er gætt í skjölunum og þjóðerni kæruaðila er jafnframt afmáð. Þó má ráða af einu skjalinu að aðili máls sé af þjóðarbroti sjálfstjórnarríkis sem viðurkennt var árið 1999. Í skjölunum koma einnig fram upplýsingar um námsárangur umsækjenda um námsdvöl sem og viðkvæmar upplýsingar um hvernig meint kærustupar kynntist, hóf samband og hvernig sambandinu er háttað í dag.
Lekamálið Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Sjá meira