Rokkara-ævintýri á skipi í Karíbahafi Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. mars 2014 09:00 Um þrjú þúsund manns voru um borð í skipinu. Mynd/Will Byington „Þetta var ótrúlega skemmtilegt og mikið ævintýri. Ég spilaði eitt mitt stærsta gigg þarna sem gekk prýðilega,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg en hann kom fram ásamt hljómsveit sinni Pain of Salvation á tónlistarhátíðinni Progressive Nation at Sea fyrir skömmu. Ekki er um að ræða neina venjulega tónlistarhátíð því hún fór fram um borð í stóru skemmtiferðaskipi. „Skemmtiferðarskipið heitir Norwegian Pearl og er fyrsta skemmtiferðaskipið sem ég hef komið í, ég fékk sjokk yfir stærðinni og leið eins og ég væri í völundarhúsi,“ segir Ragnar um upplifunina en um þrjú þúsund manns voru á skipsfjöl. Ragnar þurfti að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar því fyrir skömmu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan.Ragnar Zolberg í góða veðrinu á Bahama-eyjum„Það hafði verið mikið talað um að þetta væri ekki alvöru Pain of Salvation án Daniels og það er víst mikið til í því. Við vorum því pínu smeykir yfir því að fólk myndi kannski ekki mæta og horfa á okkur. Eða ef fólk mætti án þess að vita að Daniel væri veikur yrði það fyrir vonbrigðum og kastaði eggjum og tómötum í okkur. Þegar við löbbuðum inn á svið sáum við að salurinn var troðfullur og allir sungu með. Fólk virtist sem betur fer ekki of sárt yfir því að hafa fengið óðan Íslending í frontinn. Eftir tónleikana hrundi ég niður úr þreytu og spennufalli og lá hreyfingarlaus bak við sviðið í dálitla stund,“ útskýrir Ragnar. Sveitin fékk þó bara einn dag til þess að æfa fyrir ferðalagið því Ragnar var á Íslandi að spila með Sign skömmu fyrir ferðalagið. „Við læstum okkur inni í herbergi og æfðum allt kvöldið fyrir fyrstu tónleikana, minnisbókin mín var orðin stútfull af textum og minnispunktum.“Gott veður og mikil gleðiRagnar fékk mikið hrós fyrir góða frammistöðu. „Það voru margir mjög forvitnir um hljómsveitina Sign og ég held að Sign hafi grætt fullt af nýjum aðdáendum í þessari ferð.“ Ragnar og félagar á land á nokkrum eyjum sem tilheyra Bahamaeyjum og upplifðu ýmis ævintýri. „Það gerðist margt skemmtilegt í landi eins og einn daginn hoppuðum við upp í hálfónýtan leigubíl og leigubílstjórinn var að drekka bjór þegar hann hleypti okkur inní bíl og sagði okkur með svakalegu stolti að kalla sig „Party Machine“. Mér fannst þetta ógeðslega fyndið, þangað til við mættum lögreglubíl en fulli bílstjórinn gaf allt í botn og brunaði fram úr löggunni, ég hélt að ég yrði ekki eldri en svo sá ég lögguna brosa,“ segir Ragnar um ævintýrið á Bahama-eyjum. Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Þetta var ótrúlega skemmtilegt og mikið ævintýri. Ég spilaði eitt mitt stærsta gigg þarna sem gekk prýðilega,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg en hann kom fram ásamt hljómsveit sinni Pain of Salvation á tónlistarhátíðinni Progressive Nation at Sea fyrir skömmu. Ekki er um að ræða neina venjulega tónlistarhátíð því hún fór fram um borð í stóru skemmtiferðaskipi. „Skemmtiferðarskipið heitir Norwegian Pearl og er fyrsta skemmtiferðaskipið sem ég hef komið í, ég fékk sjokk yfir stærðinni og leið eins og ég væri í völundarhúsi,“ segir Ragnar um upplifunina en um þrjú þúsund manns voru á skipsfjöl. Ragnar þurfti að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar því fyrir skömmu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan.Ragnar Zolberg í góða veðrinu á Bahama-eyjum„Það hafði verið mikið talað um að þetta væri ekki alvöru Pain of Salvation án Daniels og það er víst mikið til í því. Við vorum því pínu smeykir yfir því að fólk myndi kannski ekki mæta og horfa á okkur. Eða ef fólk mætti án þess að vita að Daniel væri veikur yrði það fyrir vonbrigðum og kastaði eggjum og tómötum í okkur. Þegar við löbbuðum inn á svið sáum við að salurinn var troðfullur og allir sungu með. Fólk virtist sem betur fer ekki of sárt yfir því að hafa fengið óðan Íslending í frontinn. Eftir tónleikana hrundi ég niður úr þreytu og spennufalli og lá hreyfingarlaus bak við sviðið í dálitla stund,“ útskýrir Ragnar. Sveitin fékk þó bara einn dag til þess að æfa fyrir ferðalagið því Ragnar var á Íslandi að spila með Sign skömmu fyrir ferðalagið. „Við læstum okkur inni í herbergi og æfðum allt kvöldið fyrir fyrstu tónleikana, minnisbókin mín var orðin stútfull af textum og minnispunktum.“Gott veður og mikil gleðiRagnar fékk mikið hrós fyrir góða frammistöðu. „Það voru margir mjög forvitnir um hljómsveitina Sign og ég held að Sign hafi grætt fullt af nýjum aðdáendum í þessari ferð.“ Ragnar og félagar á land á nokkrum eyjum sem tilheyra Bahamaeyjum og upplifðu ýmis ævintýri. „Það gerðist margt skemmtilegt í landi eins og einn daginn hoppuðum við upp í hálfónýtan leigubíl og leigubílstjórinn var að drekka bjór þegar hann hleypti okkur inní bíl og sagði okkur með svakalegu stolti að kalla sig „Party Machine“. Mér fannst þetta ógeðslega fyndið, þangað til við mættum lögreglubíl en fulli bílstjórinn gaf allt í botn og brunaði fram úr löggunni, ég hélt að ég yrði ekki eldri en svo sá ég lögguna brosa,“ segir Ragnar um ævintýrið á Bahama-eyjum.
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira