Hjaltalín snýr aftur Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. mars 2014 15:30 Sigríður Thorlacius söngkona Hjaltalín hlaut titilinn söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Mynd/Florian „Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
„Þetta var töluverður hringur og það gekk rosalega vel,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona Hjaltalín, en sveitin lauk fyrir skömmu tónleikaferðalagi um Evrópu. Sveitin spilaði á by:Larm í Noregi, á fjórum stöðum í Þýskalandi, Lúxemborg, Brussel og Amsterdam. „Við vorum úti í tíu daga og vorum einnig viðstödd Norrænu tónlistarverðlaunin,“ bætir Sigríður við en hún var valin söngkona ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í gærkvöldi. Þetta er fyrsta stóra tónleikaferðalagið sem sveitin fer í um þrjú ár en hún hefur þó farið út undanfarið í styttri ferðir. Hún er þessa dagana eina stelpan í sveitinni því Rebekka Björnsdóttir fagottleikari hefur lítið komið fram með sveitinni síðan platan Enter 4 kom út en hún er búsett í New York. „Ég fagna því alltaf þegar ég hitti stelpur á tónleikaferðalögum. Ég þyrfti eiginlega að fara að nálgast fótboltaspjöld og flautu til að hafa hemil á piltunum. Þetta eru góðir og gáfaðir menn og gæti því verið verra,“ segir Sigríður létt í lund.Högni Egilsson kraftmikill á sviðinu.mynd/florianHjaltalín hefur látið lítið á sér bera að undanförnu en meðlimir sveitarinnar eru orðnir þyrstir í að búa til tónlist saman. „Við erum öll þyrst í að gera meira og erum að byrja að vinna að nýju efni. Það gerði okkur gott að bakka aðeins.“ Fram undan eru stærstu tónleikar sem sveitin hefur haldið hér á landi. „Við verðum með tónleika 16. apríl í Eldborg. Þetta verða stærstu tónleikar sem við höfum haldið og við hlökkum mikið til,“ segir Sigríður og bætir við að talsverðar líkur séu á að nýtt efni verði flutt á tónleikunum. Aðaláhersla tónleikanna verður á efni plötunnar Enter 4 sem hlotið hefur fádæma góðar viðtökur en þó verður farið yfir feril sveitarinnar.Guðmundur Óskar og Högni prúðbúnir á góðri stundur.mynd/einkasafn„Við förum aftur út í maí og svo erum við eitthvað að spila í sumar, hér heima og úti,“ segir Sigríður spurð út í frekara tónleikahald. Nýjasta smáskífulag Hjaltalín, Letter To, er komið í spilun á helstu útvarpsstöðvum landsins en nú er myndband við lagið í vinnslu. Talið er að myndbandið, sem unnið er af Magnúsi Leifssyni verði frumflutt á næstunni. Miðasala á tónleika Hjaltalín í Eldborg fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira