Treystum þjóðinni Katrín Júlíusdóttir skrifar 14. mars 2014 07:00 Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Til að leiða til lykta umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu þarf þjóðin að koma að málinu. Hvort Íslendingar gangi í Evrópusambandið og sitji við borðið með öðrum sjálfstæðum þjóðum og móti þannig framtíð sína, er stærsta spurningin sem er uppi í íslenskum stjórnmálum. Með aðild að Evrópusambandinu verður hægt að taka upp evru og mótun nýrrar peningamálastefnu verður auðveldari. Auðveldara verður að aflétta höftum og það verður auðveldara að halda þekkingarfyrirtækjum á Íslandi með öllum þeim störfum og gjaldeyristekjum sem þau skapa. Viðskiptaráð áætlar að alþjóðageirinn hafi orðið af 80 milljörðum í gjaldeyristekjur vegna haftanna árið 2013. Það verður auðveldara að ná vöxtum niður. Samtök atvinnulífsins áætla að vaxtakostnaður heimila og fyrirtækja sé 150 milljörðum meiri en ella vegna krónunnar árið 2013. Á síðasta kjörtímabili kom út vönduð skýrsla Seðlabanka Íslands um kosti okkar í gjaldmiðilsmálum. Tveir kostir voru taldir mögulegir. Annar var upptaka evru samhliða inngöngu í Evrópusambandið og hinn að kljást áfram við krónuna þar sem Seðlabankinn hefði víðtækar heimildir til að stýra fjármagnsflutningum, m.ö.o notast við misstíf gjaldeyrishöft eftir tilefni og árferði. Auðvitað er spurningin um aðild að Evrópusambandinu stærri en val á milli þessara tveggja kosta. En þeir einir sýna að það að loka dyrunum á aðild að Evrópusambandinu er óskynsamlegt. Það verður enn óskynsamlegra þegar horft er á hvað við erum komin langt í samningaviðræðum. Og það verður að teljast algjört glapræði að loka þeim þvert á gefin loforð um að þjóðin fái að ákveða framhaldið. Höfum í huga að loforðin leiddu til þess að Evrópumálin fengu litla athygli í síðustu alþingiskosningum. Samfylkingin hefur frá stofnun barist fyrir almannahagsmunum og lýðræðisumbótum til að brjóta stjórnmálin undan oki sérhagsmuna einstakra stétta og viðskiptablokka. Að hlusta á kröfu meira en 20% atkvæðisbærra Íslendinga sem ritað hafa undir áskorun um aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald viðræðna við ESB er algert lágmark í þeim lýðræðisumbótum sem þurfa að eiga sér stað í nánustu framtíð. Við í Samfylkingunni ætlum að ræða það á flokksstjórnarfundi um helgina hvernig við getum lagt okkar af mörkum til nauðsynlegra lýðræðisumbóta hér á landi.Lesendur Vísis geta sent inn greinar á greinar@visir.is. Greinunum þarf að fylgja mynd af höfundi.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun