„Gáfum aldrei út dánartilkynningu“ Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. mars 2014 10:00 Hljómsveitin Maus ætlar að vera virk á árinu og er bókuð á þrjár tónlistarhátíðir sem stendur. mynd/Halldór Ingi „Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“ Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við hættum aldrei formlega og gáfum aldrei út dánartilkynningu,“ segir Birgir Örn Steinarsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Maus, en sveitin hefur staðfest komu sína á þrjár tónleikahátíðir í ár, Aldrei fór ég suður, Eistnaflug og Secret Solstice. Maus fór á ís árið 2004 og síðan þá hefur lítið til hennar spurst. „Síðustu tónleikarnir voru í nóvember 2004 á Húsavík og fórum við allir hver í sína áttina þá. Ég fór til London og var þar í 3 ár og vann meðal annars plötu þar. Palli gítarleikari fór til Eistlands að klára doktor í klassískum tónsmíðum, Danni trommuleikari fór til Barcelona að læra grafíska hönnun og Eggert bassaleikari fór svo til San Francisco að vinna fyrir íslenskt tölvufyrirtæki,“ segir Birgir Örn um upplausnina. Meðlimirnir ákváðu þó að telja í æfingu um leið og allir væru komnir til Íslands. „Við vorum allir komnir heim í ágústmánuði og töldum í fyrstu æfingu fljótlega eftir það en okkur grunaði ekki að það myndi líða svona langur tími.“ Menn voru misryðgaðir á hljóðfærin þegar í fyrsta lag var talið. „Eggert hafði ekki snert bassann en það kom ekki að sök, hann var alveg með þetta. Það gekk bara mjög vel þó svo að maður kunni ekki öll lögin strax.“ Það er þó enn óráðið hvort sveitin gefur út plötu á ný. „Við ætlum að vera virkir í ár en höfum ekki tekið ákvörðun varðandi nýtt efni.“
Tónlist Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“