Bankaskattsfúsk Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. janúar 2014 06:00 Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Farsinn í kringum frískuldamark bankaskattsins er vandræðalegur fyrir stjórnarmeirihlutann á Alþingi. Enginn virðist vita almennilega hvernig eigi að rökstyðja 50 milljarða viðmið, sem sett var inn í lög um skattinn að tillögu meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar, eða hvaðan tillagan um þessa upphæð kom. Málið er sennilega fremur til marks um hefðbundið íslenzkt fúsk í lagasetningu en eitthvert spillingarhneyksli. Það breytir því ekki að það er vont. Þegar frumvarpið um bankaskatt kom fram báðu sparisjóðirnir um að þeim yrði hlíft við skattinum með því að skuldir undir þremur milljörðum króna yrðu undanþegnar honum. Straumur fjárfestingabanki vildi láta milda áhrifin á sig og lagði til sjö milljarða. Einhverra hluta vegna varð lendingin 50 milljarðar, sem ekkert fjármálafyrirtæki lagði til. Á vefsíðunni Andríki var bent á að það frískuldamark þýddi að MP banki slyppi við áhrif skattsins að miklu leyti, en hann skuldaði í haust um 57 milljarða króna. Síðan hefur verið bent á náin tengsl milli stjórnenda MP banka og forystumanna í stjórnarliðinu. Það er ekki þar með sagt að þau tengsl hafi skipt nokkru máli þegar ákvörðunin um frískuldamarkið var tekin, en það er eðlilegt að spurt sé. Ef stjórnvöld hefðu málefnaleg svör og vandaðan rökstuðning á reiðum höndum væri auðvelt að blása alla tortryggni og efasemdir út af borðinu. Þar stendur hins vegar hnífurinn í kúnni. Enginn hefur svörin á reiðum höndum, heldur bendir hver á annan. Vandræðalegust er framganga Frosta Sigurjónssonar, formanns viðskipta- og efnahagsnefndar. Hann byrjaði á að segja að færa mætti rök fyrir því að MP banki hefði átt að sleppa alveg við skattinn af því að hann hefði ekki valdið ríkissjóði tjóni í hruninu. Það var augljóslega röng fullyrðing – MP banki átti til dæmis sinn þátt í ástarbréfaviðskiptunum svokölluðu – enda dró Frosti hana til baka í Fréttablaðinu á laugardag og sagðist bara ekkert vita hvaðan honum hefði komið þessi hugdetta. Svo er það önnur saga að það er hæpin forsenda fyrir skattlagningu að ætla að refsa sumum bönkum fyrir að hafa valdið tjóni en öðrum ekki. Frosti hélt því líka fram til að byrja með að 50 milljarða talan hefði komið frá fjármálaráðuneytinu, en hann vissi ekkert um það hvernig hún væri fundin út. Þessu hafnaði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um helgina, svo og fulltrúar ráðuneytisins sem mættu á fund þingnefndarinnar í gærmorgun. Nú viðurkennir Frosti að talan hafi komið frá nefndarmeirihlutanum, en hann veit ennþá ekki hvernig hún var rökstudd.Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, samþykkti 50 milljarða markið í nefndinni og lýsti meira að segja ánægju með það í nefndaráliti. Samt hefur hann farið fram á fundi til að fá að vita hvaðan tillagan um það kom og hvernig talan var fundin út. Átti hann ekki að vita það? Eiga þingmenn ekki almennt að vita hvernig það sem þeir samþykkja og lýsa ánægju með er rökstutt? Ísland er lítið land. Það er alls ekki alltaf réttlætanlegt að gera tengsl tortryggileg, jafnvel þótt fyrirtæki undir stjórn manna sem eru nátengdir stjórnvöldum græði á ákvörðunum þeirra síðarnefndu. En þá þurfa ákvarðanirnar líka að vera gegnsæjar, málefnalegar og rökstuddar. Það vantar verulega upp á það í þessu máli – og það gerir það tortryggilegt, hvort sem stjórnmálamönnunum líkar það betur eða verr.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun