Mikil bílasala í Bandaríkjunum í desember Finnur Thorlacius skrifar 31. desember 2014 10:06 Margir í Bandaríkjunum fá bíl í jólagjöf. Mjög góð bílasala hefur verið í Bandaríkjunum þetta árið og stefnir í um 17 milljón bíla sölu. Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að desember hefur orðið einn af bestu sölumánuðum ársins í Bandaríkjunum og svo er það nú. Líklega verður desember fjórði besti sölumánuður ársins, á eftir mars, maí og ágúst og stefnir í rúmlega 1,5 milljón bíla sölu. Desember var ekki góður sölumánuður á árum áður í Bandaríkjunum, en árangursríkar söluherferðir þarlendis á undanförnum árum hefur breytt því og nú er bíll afar vinsæl jólagjöf. Þessi breyting hófst uppúr árinu 2000, en eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur desember verið einn söluhæsti mánuður ársins þar vestra. Miklir afslættir eru á bílum í þessum lokamánuði ársins og framleiðendur og bílasölur keppast við að ná markmiðum sínum fyrir hvert ár. Hérlendis er desember ávallt með slakari bílasölumánuðum og gott þykir ef bílasala í þeim mánuði nær helmingi af meðalsölu allra mánaða ársins. Á vor- og sumarmánuðum ársins er bílasala langmest vegna mikillar sölu til bílaleiga. Sé bílasala í desember borin saman í Bandaríkjunum og Íslandi, ber mikið í milli. Í Bandaríkjunum búa um það bil þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef samsvarandi bílasala á hvern íbúa væri í þessum mánuði og í Bandaríkjunum þyrfti hún að vera 1.500 bílar hérlendis, en hún stefnir í um 400 bíla. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent
Mjög góð bílasala hefur verið í Bandaríkjunum þetta árið og stefnir í um 17 milljón bíla sölu. Sú þróun hefur orðið á síðustu árum að desember hefur orðið einn af bestu sölumánuðum ársins í Bandaríkjunum og svo er það nú. Líklega verður desember fjórði besti sölumánuður ársins, á eftir mars, maí og ágúst og stefnir í rúmlega 1,5 milljón bíla sölu. Desember var ekki góður sölumánuður á árum áður í Bandaríkjunum, en árangursríkar söluherferðir þarlendis á undanförnum árum hefur breytt því og nú er bíll afar vinsæl jólagjöf. Þessi breyting hófst uppúr árinu 2000, en eftir efnahagshrunið árið 2008 hefur desember verið einn söluhæsti mánuður ársins þar vestra. Miklir afslættir eru á bílum í þessum lokamánuði ársins og framleiðendur og bílasölur keppast við að ná markmiðum sínum fyrir hvert ár. Hérlendis er desember ávallt með slakari bílasölumánuðum og gott þykir ef bílasala í þeim mánuði nær helmingi af meðalsölu allra mánaða ársins. Á vor- og sumarmánuðum ársins er bílasala langmest vegna mikillar sölu til bílaleiga. Sé bílasala í desember borin saman í Bandaríkjunum og Íslandi, ber mikið í milli. Í Bandaríkjunum búa um það bil þúsund sinnum fleiri en á Íslandi. Ef samsvarandi bílasala á hvern íbúa væri í þessum mánuði og í Bandaríkjunum þyrfti hún að vera 1.500 bílar hérlendis, en hún stefnir í um 400 bíla.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent