Lagði sig í hættu við að lesa á veðurmæla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. desember 2014 12:27 Myndin vinstra megin er tekin í gær þegar þakplötur fuku af hlöðunni í Minnihlið. vísir/hafþór „Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar. Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
„Ég hef aldrei vitað annað eins. Ég hef aldrei áður þurft að leggja sjálfa mig í hættu við að lesa á mælana en á meðan ég skreið að mælunum fuku tvær þakplötur inn í garðinn til mín. Þetta var alveg rosalegt,“ segir afmælisbarnið Margrét Jómundsdóttir veðurathugunarkona fyrir Veðurstofu Íslands í Bolungarvík. Fárviðri var á Vestfjörðum í gær og fór vindhraði í allt að 35 metra á sekúndu, sem er fellibylsstyrkur. Vind er þó tekið að lægja en samkvæmt Veðurstofu Íslands er hann nú um 15-23 metrar á sekúndu. Skólahald féll niður í gær og í dag, rafmagnslaust er víða og hætta er á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum.Upplifunin ævintýraleg „Það að lesa á mælana tók mig fjörutíu mínútur, en vanalega tekur það mig ekki meira en fimm mínútur. Veðurhamurinn var rosalegur í gær og er með þeim verri sem ég hef upplifað,“ segir Margrét. „Það gerði aftaka veður á milli jóla og nýárs 2012, sem er kannski svipað veðrinu núna. En að vera úti í 30 metrum á sekúndu var bara ævintýri. Vindhviðurnar fóru síðan í svona 70-80 metra á sekúndu og úrkoman í 57 mm. Það er virkilega mikið.“Sá veðurofsann færast yfir Margrét er með hross en hún rétt náði að koma þeim í hús áður en veðrið skall á. „Veðrið skall á á tíu mínútum og maður bara sá þegar kólgubakkinn kom inn í djúpið og færðist yfir.“ Ekkert ferðaveður er og mælir Margrét með að fólk haldi sig inni við á meðan veðrið gengur yfir. Það ætlar hún að gera, en Margrét fagnar 35 ára afmæli sínu í dag. Líklega mun hún því verja deginum í faðmi fjölskyldunnar.
Veður Tengdar fréttir Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07 Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13 „Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45 Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01 Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10 Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13 Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14 Vetrarríki á Vestfjörðum Sannkallað inniveður hefur verið á Ísafirði í dag. 9. desember 2014 21:26 Snjóflóðahætta og rafmagnslaust á Vestfjörðum Aftakaveður á Vestfjörðum. 10. desember 2014 10:23 Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Víða rafmagnslaust á Vestfjörðum Barðastrandalína er spennulaus sökum ísingar og eru íbúar á Barðaströnd því án rafmagns. 10. desember 2014 10:07
Snjóflóð kom í veg fyrir að sjúkrabíll kæmist til baka á Ísafjörð Afleitt veður hefur verið á Vestfjörðum síðan síðdegis í gær og hefur það meðal annars valdið rafmagnstruflunum. Það hefur verið rafmagnslaust á Barðaströnd síðan aðfararnótt þriðjudags og þar er víða orðið kalt í húsum. 10. desember 2014 07:13
„Glórulaus stórhríð“ Vindhraði náði hámarki á Vestfjörðum á milli átta og níu og mun vera hár áfram fram eftir kvöldi. 9. desember 2014 20:45
Brattabrekka lokuð vegna umferðaróhapps Tveir flutningabílar og einn fólksbíll loka nú veginum yfir Bröttubrekku eftir að þeir runnu þversum á veginum og loka honum. 9. desember 2014 11:01
Fárviðri á Vestfjörðum Hægt er að fylgjast með óveðrinu á gagnvirku veðurkorti. 9. desember 2014 18:10
Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra. 9. desember 2014 15:13
Varað við fárviðri á norðanverðum Vestfjörðum eftir hádegi Veðurstofan spáir norðaustan ofsaveðri eða fárviðri (25 til 35 m/s) á norðanverðum Vestfjörðum. 9. desember 2014 10:14
Hlaða splundraðist í óveðrinu Miklar skemmdir á hlöðunni í Minnihlíð, skammt frá Bolungarvík. 9. desember 2014 23:11