Fer Ferrari frá Ítalíu? Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 14:54 Höfuðstöðvar Ferrari í Maranello á Ítalíu. Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent
Hjá ítalska sportbílaframleiðandanum Ferrari er verið að velta því fyrir sér að flytja höfuðstöðvar sínar frá Ítalíu og fylgja með því í fótspor fyrrum eiganda síns, Fiat sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar til London. Yrði þetta gert af skattalegum forsendum, eins og hjá Fiat. Fyrirtækjaskattur á Ítalíu er 31,4%, en 20% í Bretlandi. Ef af flutningi yrði myndi það ekki breyta neinu um að bæði þróun og framleiðsla Ferrari bíla færi fram í Maranello, suður af Mílanó á Ítalíu. Lokaákvörðun um flutning höfuðstöðva Ferrari verður tekin á fyrstu mánuðum næsta árs. Ef Ferrari færi frá Ítalíu yrði það enn eitt áfallið fyrir þjóðina, sem er að berjast við að komast í gegnum efnahagslægðina frá 2008, en tekst það illa. Hagkerfi Ítalíu hefur verið í mikilli lægð síðustu 14 ár og samdráttur hefur orðið í 10 ársfjórðungum af síðustu 11. Atvinnuleysi er nærri því hæsta sem þar hefur orðið frá upphafi og margir Ítalir hafa flúið þetta ástand til annarra landa og voru þeir 126.000 á síðasta ári.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent