Land Rover á beltum í miðbænum Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2014 15:39 Tekur sig vel út í miðbænum. Vilhelm Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent
Eins og greint var frá hér í gær eru margir Land Rover jeppar staddir hér á landi vegna blaðamannakynningar á nýjum jeppa frá Land Rover. Ekki eru það eingöngu jeppar af þeirri nýju gerð sem kynnt er, Land Rover Discovery Sport, heldur einnig aðrar gerðir Land Rover og Range Rover bíla. Einn þeirra er þessi óvenjulegi Land Rover Defender á beltum, sem sést hér á ferð í miðbænum í dag. Leiða má getum að því að ekki hafi viðrað í dag fyrir fjallaferðir með þá blaðamenn sem nú eru staddir hér á landi og því hafi verið brugðið á það ráð að skreppa bara í bæinn og viðra bílana aðeins í leiðinni. Vafalaust hefur þá verið skemmtilegast að aka honum þessum, þó svo hann sé vanur erfiðari færð.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent