Mílanóborg borgar ökumönnum fyrir að aka ekki Finnur Thorlacius skrifar 15. desember 2014 16:11 Mílanóborg vill losna við þétta bílaumferð í miðborginni. Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent
Í borgum Evrópu berjast borgaryfirvöld á ýmsan hátt við að minnka eða losna við bílaumferð. Í Mílanó á Ítalíu hafa borgaryfirvöld bryddað uppá frumlegri leið til að fækka bílum í miðborginni. Þar á bæ er bíleigendum hreinlega borgað fyrir að skilja bílinn eftir. Þessi aðferð krefst þess þó að tiltekinn tæknibúnaður sé í bílunum, en með honum sjá borgaryfirvöld hvort bíllinn hefur verið skildur eftir, eður ei. Þeim bíleigendum sem ekki hafa hreyft bíl sinn frá 7:30 að morgni til 7:30 að kvöldi er send inneign í farsíma þeirra uppá 1,5 evrur, eða 230 krónur og dugar sú upphæð til að kaupa miða í almenningsflutningakerfi Mílanóborgar. Hugmynd þessa telja borgaryfirvöld í Mílanó heppilegri en að rukka bíleigendur með stöðumælum og muni á endanum kosta borgina minna, auk þess sem það tryggir minni mengun í borginni og meiri frið fyrir gangandi vegfarendur. Yfirvöld í öðrum fjölmennum borgum í Evrópu munu vafalaust fylgjast með hvernig þetta mun lukkast við að draga úr umferð í Mílanó.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent