Niðurfelling á virðisaukaskatti á rafbílum framlengd Finnur Thorlacius skrifar 16. desember 2014 10:40 Nissan Leaf rafmagnsbíll. Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja niðurfellingu á virðisaukaskatti á rafbílum til eins árs eða til ársloka 2015. Þá verða vörugjöld einnig áfram felld niður af rafbílum. Mjög hefur dregist að komið hafi fram staðfesting frá stjórnvöldum um að rafbílar yrðu áfram undanþegnir virðisaukaskatti, líkt og verið hefur. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, lýsti þá yfir áhyggjum sínum og sagði að þetta yrði algjört kjaftshögg fyrir rafbílavæðinguna í landinu. Hann fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að framlengja undanþáguna. „Við fögnum þessari ákvörðun stjórnvalda enda er þetta gríðarlega mikilvægt til að rafbílavæðing á Íslandi geti orðið að veruleika. Sala á rafbílum hefur aukist á undanförnum tveimur árum enda hafa rafbílarnir orðið samkeppnishæfir í verði vegna niðurfellingar virðisaukaskatts og vörugjalda sem þeir væru annars ekki því þeir eru ennþá dýrari í framleiðslu en aðrir bílar,“ segir Özur. vb.is greinir frá. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Stjórnvöld hafa ákveðið að framlengja niðurfellingu á virðisaukaskatti á rafbílum til eins árs eða til ársloka 2015. Þá verða vörugjöld einnig áfram felld niður af rafbílum. Mjög hefur dregist að komið hafi fram staðfesting frá stjórnvöldum um að rafbílar yrðu áfram undanþegnir virðisaukaskatti, líkt og verið hefur. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, lýsti þá yfir áhyggjum sínum og sagði að þetta yrði algjört kjaftshögg fyrir rafbílavæðinguna í landinu. Hann fagnar því að stjórnvöld hafi ákveðið að framlengja undanþáguna. „Við fögnum þessari ákvörðun stjórnvalda enda er þetta gríðarlega mikilvægt til að rafbílavæðing á Íslandi geti orðið að veruleika. Sala á rafbílum hefur aukist á undanförnum tveimur árum enda hafa rafbílarnir orðið samkeppnishæfir í verði vegna niðurfellingar virðisaukaskatts og vörugjalda sem þeir væru annars ekki því þeir eru ennþá dýrari í framleiðslu en aðrir bílar,“ segir Özur. vb.is greinir frá.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent