Vöxtur í bílasölu í Evrópu 15. mánuðinn í röð Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 10:12 Volkswagen Golf, einn söluhæsti bíllinn í Evrópu. Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent
Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári. Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra. Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll. Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%. Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent