Bílaframleiðendur hætta að selja bíla í Rússlandi Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2014 14:58 Fáir bílar seljast nú í Rússlandi. Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent
Rússneska rúblan hrapar nú sem aldrei fyrr og er farin að nálgast hálfvirði gangvart dollar frá byrjun árs. Afleiðingarnar eru margvíslegar og flestar slæmar fyrir íbúa Rússlands. Ein þeirra er sú að bílaframleiðendur heimsins hætta nú einn af öðrum að selja bíla þar, því lítið fæst fyrir þá. General Motors, Audi og Jaguar-Land Rover hafa alfarið hætt sölu bíla í Rússlandi og hætt er við því að margir fleiri fylgi í kjölfarið. BMW hugleiðir nú að hætta sölu bíla sinna í Rússlandi, en Bloomberg telur að fyrirtækið gæti tapað 100 til 150 milljón evrum á sölu bíla þar vegna lækkunar rúblunnar. Volkswagen og Toyota hafa ekki enn hætt sölu, en eru bæði að íhuga það og Toyota hefur hækkað stórlega verð bíla sinna þar til að vega upp lækkun rúblunnar. Um leið og rúblan hækkar aftur er talið líklegt að bílaframleiðendur hefji aftur sölu, en markaðurinn fyrir bíla er stór í Rússlandi og um hann munar fyrir framleiðendurna.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent