Ferrari í forþjöppur og rafmótora Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2014 11:44 Ferrari LaFerrari er 963 hestafla tryllitæki með rafmótora auk V12 bensínvélar. Allir bílaframleiðendur verða að hlýta lögum um lækkun mengunar bíla þeirra og þar eru sportbílaframleiðendurnir ekki undanskildir. Ferrari, sem framleiðir afar öfluga bíla ætlar að ná þessum markmiðum með notkun forþjappa í vélar sínar, auk rafmótora. Ferrari hefur einsett sér að ná niður mengun bíla sinna um 20% til ársins 2021. Ferrari mun nota forþjöppur með V-8 vélum sínum og bæta rafmótorum við þá bíla sem eru með V12 vélar. Til er ein bílgerð hjá Ferrari sem nú þegar notast við forþjöppu, þ.e. California T, en brátt munu allar bílgerðir sem eru með V8 vélar einnig verða með forþjöppum. Afl þessara véla mun í leiðinni aðeins vaxa. Ferrari F12 Berlinetta og FF eru með V12 vélar og munu rafmótorar brátt bætast við í þeim bílum. Einn framleiðslubíll Ferrari, þ.e. LaFerrari er nú þegar með rafmótora og er sá bíll 963 hestöfl. Þar koma 800 hestöfl frá V12 vélinni og 163 hestöfl frá rafmótorum. Sem dæmi um hve hversu mikið rafmótorar hjálpa til við lækkun mengunar má nefna að forveri LaFerrari, Ferrari Enzo mengaði 877 g/km en LaFerrari, sem er 303 hestöflum öflugari, mengar 531 g/km. Ferrari segir að ekki sé heppilegt að nota forþjöppur með V12 bílum sínum þar sem þær þyrftu 4 forþjöppur sem myndi taka of mikið pláss og einnig búa til of mikinn hita í vélarrúmi bílanna. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent
Allir bílaframleiðendur verða að hlýta lögum um lækkun mengunar bíla þeirra og þar eru sportbílaframleiðendurnir ekki undanskildir. Ferrari, sem framleiðir afar öfluga bíla ætlar að ná þessum markmiðum með notkun forþjappa í vélar sínar, auk rafmótora. Ferrari hefur einsett sér að ná niður mengun bíla sinna um 20% til ársins 2021. Ferrari mun nota forþjöppur með V-8 vélum sínum og bæta rafmótorum við þá bíla sem eru með V12 vélar. Til er ein bílgerð hjá Ferrari sem nú þegar notast við forþjöppu, þ.e. California T, en brátt munu allar bílgerðir sem eru með V8 vélar einnig verða með forþjöppum. Afl þessara véla mun í leiðinni aðeins vaxa. Ferrari F12 Berlinetta og FF eru með V12 vélar og munu rafmótorar brátt bætast við í þeim bílum. Einn framleiðslubíll Ferrari, þ.e. LaFerrari er nú þegar með rafmótora og er sá bíll 963 hestöfl. Þar koma 800 hestöfl frá V12 vélinni og 163 hestöfl frá rafmótorum. Sem dæmi um hve hversu mikið rafmótorar hjálpa til við lækkun mengunar má nefna að forveri LaFerrari, Ferrari Enzo mengaði 877 g/km en LaFerrari, sem er 303 hestöflum öflugari, mengar 531 g/km. Ferrari segir að ekki sé heppilegt að nota forþjöppur með V12 bílum sínum þar sem þær þyrftu 4 forþjöppur sem myndi taka of mikið pláss og einnig búa til of mikinn hita í vélarrúmi bílanna.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent