Hingað og ekki lengra Finnur Thorlacius skrifar 1. desember 2014 13:43 Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent
Hrútar eru ákveðnar skepnur sem láta engan vaða yfir sig. Það fékk þessi ökumaður í Ástralíu að kynnast á dögunum. Hann ætlaði að komast leiðar sinnar eftir fáförnum malarvegi, en fyrir var þessi staðfasti hrútur sem hefur eignað sér veginn. Hann gerir sér ltið fyrir og ræðst að bílnum með stórgerðum hornum sínum. Sést hann stanga bílinn einum 6 sinnum og víst má vera að það hefur séð á bílnum eftir aðfarir hans. Ökumaðurinn er þó ekki á því að hrúturinn hafi sigur í þessum bardaga þó hann hörfi á bíl sínum til að koma í veg fyrir meira tjón. Myndskeiðið endar í þrátefli sem allsendis óvíst er hvernig endar, því hvorugur vill gefa sitt.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent