Miðaldra konur heimta nýtt ræktarmix í gegnum Facebook Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2014 13:40 Óla Geir finnst gaman að gefa eitthvað af sér. myndir/einkasafn „Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn. Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég setti þetta inn á miðnætti í gær og það eru strax tæplega þúsund manns búnir að ná í það,“ segir plötusnúðurinn Óli Geir. Hann setti nýtt ræktarmix á Soundcloud-síðu sína í gær en mixið er ókeypis. Mixið samanstendur af vinsælustu lögum samtímans og er um klukkutími að lengd. „18.400 manns hjóluðu í ræktarmixið sem ég gaf út síðasta sumar. Nú stefni ég á að gera þetta fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust,“ segir Óli Geir. Hann segir mixin hafa vakið talsverða lukku erlendis. „Þegar flestir Íslendingar voru búnir að ná í síðasta mix breytti ég nafninu í „workout“-mix og sendi á líkamsræktarstöðvar úti. Allt í einu var þetta komið út um allt á stærstu fitness-síðum í heimi. Þá fóru hlustanirnar uppúr öllu valdi,“ segir Óli Geir en mixin eru einnig spiluð opinberlega hér á landi. „Ég var í ræktinni sjálfur áðan og þá var verið að nota þetta í spinning-tíma. Þjálfarar nota þetta í alls konar tíma því mörgum finnst erfitt að nálgast svona taktfasta tónlist,“ bætir hann við. Hann segir marga bíða í ofvæni eftir nýju mixi. „Fólk á öllum aldri, til dæmis fimmtugar konur senda mér póst á Facebook og spyrja hvenær næsta ræktarmix kemur. Ég er ekkert að bulla með það. Ég hef einnig fengið óteljandi pósta frá líkamsræktarstöðvum úti sem spyrja hvenær nýtt mix kemur og vilja fá það sent. Það er fullt af gaurum að gera svona en ég veit ekki af hverju mín eru að slá svona í gegn.“ Þó mixin séu svona vinsæl ætlar Óli Geir samt sem áður að halda sig við að gera bara fjögur á ári. „Það kemur ekki gott lag út á hverjum degi sem slær í gegn. Það eru alltaf sömu, vinsælu lögin í spilun í tvo til þrjá mánuði en konseptið í ræktarmixunum er að taka vinsælustu lög nútímans og setja þau saman í mix. Það tekur tíma að gera þetta og maður þarf að finna réttu lögin í þetta. Ég legg mikið í mixin og vil frekar gera færri og gera þau betri,“ segir plötusnúðurinn.
Tónlist Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira