Ford F-150 tvinnbíll Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2014 14:00 Ford F-150 pallbíllinn. Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent
Mest seldi bíll í Bandaríkjunum fer nú í gegnum mikið þróunarferli. Ekki er nóg með að hann er nú smíðaður að mestu úr áli heldur stendur til hjá Ford að bjóða hann í tvinnútfærslu, eða Hybrid. Fyrst fréttist reyndar af þessum hugmyndum Ford í fyrra, en nú hefur verið staðfest að þar á bæ er unnið ötullega að þróun hans. Í fyrra var haft eftir Ford að fyrirtækið hyggðist bjóða Hybrid útfærslur af pallbílum og jeppum sínum árið 2020, en margt bendir til þess að það geti orðið mun fyrr. Bandarískir bílaframleiðendur hafa reyndar áður boðið Hybrid pallbíl, en General Motors bauð Chevrolet Silverado og GMC Sierra þannig búna, auk þess sem jepparnir Tahoe, Yukon og Cadillac Escalade frá GM voru einnig í boði sem tvinnbílar. General Motors hefur hætt sölu þessara bíla vegna dræmar sölu og hyggur ekki á frekari þróun þeirra í bili.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent