Veðurstofa varar við aftakaveðri: Frystitogari fastur í Ísafjarðardjúpi Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2014 15:13 Birta Líf spáir aftakaveðri með glórulausum byl á norðanverðum Vestfjörðum. vísir/gva/Eiríkur Jónsson „Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“ Veður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Það er nú nokkuð erfitt að segja hvernig veðrið er, það sést ekkert útum neina glugga hér í skipinu,“ segir Sigurbjörn E. Kristjánsson, skipstjóri á frystitogaranum Vigra, en skipið liggur í vari í Ísafjarðardjúpi, undir Grænuhlíð. Veðurstofa Íslands varar við aftakaveðri með glórulausum byl sem að horfur eru á skelli á norðanverðum Vestfjörðum og mun standa fram undir kvöld. Veðurhæð verður óvenjumikil í öllum skilningi og vindur norðanstæður. „Það er hávaðarok hér. Við keyrum upp að Grænuhlíðinni og látum okkur reka niður í djúpið. Við verðum líklega fastir hér fram á fimmtudag,“ segir Sigurbjörn. Hann segir töluverða bræla vera á svæðinu. Farnir að föndra fyrir jólin „Hér eru menn samt mjög léttir og farnir að föndra fyrir jólin. Við ráðum ekkert við þetta og verðum því bara að gera það besta úr stöðunni.“ Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, segir í samtali við fréttastofu Bylgjunnar að stormurinn hafi hafist milli klukkan tvö og þrjú í dag. „Í kvöld verður líklega það versta farið framhjá, þó verður áfram stormur og vont veður. Við erum að spá upp að 35 metrum á sekúndu sem er fellibylsstyrkur.“ Birta segir að stormurinn verði mjög öflugur, sérstaklega á norðanverðum Vestfjörðum. „Það er bara spurning hversu djúpt þetta nær niður í dalina. Það verður ekkert ferðaveður og fólk á í raun ekkert að vera útivið á þessum slóðum í dag.“
Veður Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira