Volkswagen fjárfestir fyrir 13.100 milljarða til að ná Toyota í sölu Finnur Thorlacius skrifar 21. nóvember 2014 14:48 Úr einni verksmiðju Volkswagen. Volkswagen ætlar ekki að slaka á klónni í viðleytni sinni við að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Til stendur að fjárfesta fyrir 13.100 milljarða króna, eða 106 milljarða dollara á næstu 5 árum í þróun nýrra bíla sinna. Á þetta við öll merkin sem heyra undir Volkswagen bílafjölskylduna. Þetta þýðir 2.230 milljarða króna á ári, sem er þó ekki mikið meira en Volkswagen hefur fjárfest fyrir á hverju ári undanfarin 5 ár. Volkswagen mun vænantanlega selja yfir 10 milljón bíla á þessu ári, í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins og fjórum árum fyrr en upphaflegar áætlanir sögðu til um. Volkswagen skorti aðeins 72.000 bíla í að ná Toyota eftir fyrstu 9 mánuði ársins í ár. Í fyrra munaði 227.000 bílum á Volkswagen og Toyota og því er Volkswagen að draga hratt á sölu Toyota. Á meðan féll General Motors lengra frá báðum þessum fyrirtækjum í sölu og er því enn fastar í þriðja sæti. Frá því núverandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, tók við hefur Volkswagen keypt Porsche, Scania, MAN og Ducati vélhjólamerkið og í leiðinni hefur Volkswagen meira en tvöfaldað verksmiðjufjölda sinn í 107 verksmiðjur um heim allan. Volkswagen mun fjárfesta fyrir mest fé allra bílaframleiðenda í heiminum á næstu árum og það sem merkilegra er, meira en öll önnur fyrirtæki í heiminum, svo sem Samsung og Intel. Á næstu tveimur árum mun Volkswagen bílafjölskyldan mun kynna meira en 100 nýja eða endurnýjaða bíla á næstu tveimur árum. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent
Volkswagen ætlar ekki að slaka á klónni í viðleytni sinni við að verða stærsti bílaframleiðandi í heimi. Til stendur að fjárfesta fyrir 13.100 milljarða króna, eða 106 milljarða dollara á næstu 5 árum í þróun nýrra bíla sinna. Á þetta við öll merkin sem heyra undir Volkswagen bílafjölskylduna. Þetta þýðir 2.230 milljarða króna á ári, sem er þó ekki mikið meira en Volkswagen hefur fjárfest fyrir á hverju ári undanfarin 5 ár. Volkswagen mun vænantanlega selja yfir 10 milljón bíla á þessu ári, í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins og fjórum árum fyrr en upphaflegar áætlanir sögðu til um. Volkswagen skorti aðeins 72.000 bíla í að ná Toyota eftir fyrstu 9 mánuði ársins í ár. Í fyrra munaði 227.000 bílum á Volkswagen og Toyota og því er Volkswagen að draga hratt á sölu Toyota. Á meðan féll General Motors lengra frá báðum þessum fyrirtækjum í sölu og er því enn fastar í þriðja sæti. Frá því núverandi forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, tók við hefur Volkswagen keypt Porsche, Scania, MAN og Ducati vélhjólamerkið og í leiðinni hefur Volkswagen meira en tvöfaldað verksmiðjufjölda sinn í 107 verksmiðjur um heim allan. Volkswagen mun fjárfesta fyrir mest fé allra bílaframleiðenda í heiminum á næstu árum og það sem merkilegra er, meira en öll önnur fyrirtæki í heiminum, svo sem Samsung og Intel. Á næstu tveimur árum mun Volkswagen bílafjölskyldan mun kynna meira en 100 nýja eða endurnýjaða bíla á næstu tveimur árum.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent