Subaru Impreza fær hæstu einkunn í öryggisprófi Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 10:11 Subaru Impreza árgerð 2015. Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent
Það er ekki að spyrja að Subaru bílum þegar kemur að öryggisprófunum. Síðasta slíka prófun á öryggi Subaru bíls var gerð á Subaru Impreza og fékk hann allra hæstu einkunn sem hægt er að gefa, þ.e. svokallað „Top Safety Pick+“. Margir bílar Subaru hafa reyndar fengið þessa einkunn og hafa bílarnir Subaru Forester, Legacy, og Outback einnig fengið þessa hæstu einkunn frá IIHS (Insurance Institute for Highway Safety) í Bandaríkjunum. Í Subaru Impreza bílnum sem prófaður var er sjálfvirkur hemlunarbúnaður sem styðst við myndavélar í bílnum (EyeSight active-safety system) og svínvirkaði hann á þeim hraða sem honum er ætlað að grípa inní, þ.e. á milli 20 og 40 km hraða. Sá búnaður er einnig í boði í hinum bílum Subaru sem fengið hafa þessa hæstu einkunn IIHS. Bílarnir Subaru WRX, BRZ og XV Crosstrek hafa einnig fengið háa einkunn frá IIHS, eða „Top Safety Pick“, en án plússins sem táknar allra mesta öryggi sem býðst í bílum. Því eru allir framleiðslubílar Subaru með afar góða einkunn er kemur að öryggi.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent