Ferrari 458 Speciale gegn Porsche 911 GT3 Finnur Thorlacius skrifar 25. nóvember 2014 15:15 Bílablaðamanninum Chris Harris hjá Cars lék forvitni á að vita hvor þessara tveggja frábæru akstursbíla væri í raun betri og hvort tvöfalt verð Ferrari bílsins í samanburði við Porsche 911 GT3 væri réttlætanlegur. Bílunum tveimur ekur hann á akstursbrautinni Anglesey í Bretlandi og niðurstaðan var þessi. Ferrari 458 bíllinn fer brautina á 1:43:23 mínútum en Porsche 911 GT3 bíllinn á 1:43:60. Þar munar ekki nema 0,37 sekúndum svo þeir sem eru tilbúnir að greiða tvöfalt verð fyrir 0,35% mun á aksturtíma ættu að kaupa Ferrari 458 Speciale en aðrir ættu að spara sér skildinginn og fjárfesta frekar í Porsche 911 GT3. Akstur Chris Harris og skoðanir hans á bílunum tveimur má sjá í myndskeiðinu. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent
Bílablaðamanninum Chris Harris hjá Cars lék forvitni á að vita hvor þessara tveggja frábæru akstursbíla væri í raun betri og hvort tvöfalt verð Ferrari bílsins í samanburði við Porsche 911 GT3 væri réttlætanlegur. Bílunum tveimur ekur hann á akstursbrautinni Anglesey í Bretlandi og niðurstaðan var þessi. Ferrari 458 bíllinn fer brautina á 1:43:23 mínútum en Porsche 911 GT3 bíllinn á 1:43:60. Þar munar ekki nema 0,37 sekúndum svo þeir sem eru tilbúnir að greiða tvöfalt verð fyrir 0,35% mun á aksturtíma ættu að kaupa Ferrari 458 Speciale en aðrir ættu að spara sér skildinginn og fjárfesta frekar í Porsche 911 GT3. Akstur Chris Harris og skoðanir hans á bílunum tveimur má sjá í myndskeiðinu.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent