DV skútan strandaði Stjórnarmaðurinn skrifar 26. nóvember 2014 09:00 Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Stjórnarmaðurinn hefur fylgst með hræringum kringum útgáfufélag DV, sem lauk nú í síðustu viku með kaupum Vefpressu Björns Inga Hrafnssonar í félaginu. Óhætt er að segja að gustað hafi um DV en að vatnaskil hafi orðið við brotthvarf Reynis Traustasonar. Engu er líkara en við það hafi skapast vinnufriður til þess að taka nauðsynlegar ákvarðanir um framtíð félagsins. Stjórnarmanninum þykir merkilegt hvað fjölmiðlamenn á Íslandi eyða mörgum dálksentímetrum í að fjalla um kollega sína. Þannig voru fjölmiðlar, og kannski einkum blaðamenn DV, duglegir að fjalla um málið og mátti sjá rök á þá leið að hluthafar DV hefðu með athöfnum sínum ráðist gegn frjálsri fjölmiðlun í landinu. Þetta er gamalgróin saga sem iðulega heyrist þegar hagræða á eða skipta um fólk á fjölmiðlum. Engum dettur hins vegar í hug að skrifa frétt um að annarlegar ástæður ráði, þegar t.d er skipt um kerstjóra í Álverinu í Straumsvík. Blaðamenn eru einnig gjarnir á að stilla sér í sveit gegn eigendum fjölmiðla. Bollaleggingar um misnotkun eigendavalds voru hins vegar óþarfar á DV, enda eigendurnir sjálfir sem skrifuðu leiðarana! Í þessu felst kannski einnig sú hugmynd að fjölmiðlar eigi að vera í hugsjónastarfsemi en ekki hefðbundin félög, rekin hluthöfum sínum til fjárhagslegs ávinnings. Hætt er þó við að slíkar hugsjónir séu frekar í orði en á borði, a.m.k. í tilfelli DV. Félagið gefur út áskriftarblað, og rekur vefsíðu sem notast við gjaldvegg. Á báða miðla eru seldar auglýsingar. Þrátt fyrir þetta var tap af rekstri félagsins rúmar 83 milljónir árið 2011, 65 milljónir 2012 og 37 milljónir árið 2013 – linnulaus taprekstur. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa skoðanir á persónum og leikendum. Hins vegar er ljóst að samkvæmt öllum rekstrarlegum mælikvörðum blikkaði rauða ljósið. Því er auðvelt að færa rök fyrir því að með því að skipta út skipstjóranum sem ekki fiskaði hafi hluthafar DV staðið vörð um hagsmuni félagsins. DV Reynis Traustasonar gat heldur ekki skýlt sér á bak við það að ekki sé hægt að reka fjölmiðil með ávinningi á Íslandi, enda dæmi í fortíð og nútíð um ágætlega ábatasaman rekstur í þeim geira. Við það bætist að á DV er ástunduð svokölluð „tabloid“-blaðamennska, en það er líklega sú tegund sem best fiskar í fjárhagslegu tilliti, sbr. t.d. Daily Mail og The Sun í Bretlandi. Björns Inga bíður því erfitt verkefni, en ekki ómögulegt.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira