BMW, Audi og Mercedes setja upp verksmiðjur í Mexíkó Finnur Thorlacius skrifar 26. nóvember 2014 14:41 Úr bílaverksmiðju Volkswagen í Mexíkó. Þýsk bílasmíði hófst í Mexíkó fyrir næstum 50 árum þegar framleiðsla á Volkswagen bjöllunni hófst þar árið 1967. Er Volkswagen nú með tvær verksmiðjur í Mexíkó og hefur hug á að byggja þá þriðju. Þýsku lúxusbílaframleiðendurnir hafa þó ekki framleitt bíla þar ennþá, en það mun þó breytast á næstu árum. Audi mun hefja framleiðslu þar í nýrri verksmiðju árið 2016, Mercedes Benz árið 2017 og BMW árið 2019. Þegar allar þær verksmiðjur verða komnar í notkun verður Mexíkó orðið fjórða stærsta framleiðsluland þýskra lúxusbíla á eftir heimalandinu Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kína og fer með því framúr Belgíu, Spáni og Brasilíu. Framleiðsla bíla í Mexíkó hefur eflst mjög að undanförnu og fara margir bílar sem þar eru framleiddir til Bandaríkjanna. Eru þeir fyrir vikið mun ódýrari í framleiðslu en ef þeir hefðu verið framleiddir norðan landamæranna. Í Mexíkó virðist engu máli skipta hvort framleiða eigi ódýra smábíla eða algjöra lúxusbíla, hvort tveggja hefur gengið að vonum og því eru flestir bílaframleiðendur óhræddir að opna þar verksmiðjur. Heyrst hefur að bæði Toyota og Kia séu að íhuga að opna þar nýjar verksmiðjur á næstu árum. Bæði Ford og General Motors eru með verksmiðjur í Mexíkó, svo óhætt er að segja að Mexíkó sé mikið bílaframleiðsluland og ef fram fer sem horfir gæti Mexíkó orðið eitt af stærstu löndum heims hvað bílaframleiðslu varðar, þó svo ekkert þekkt bílamerki sé þaðan. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent
Þýsk bílasmíði hófst í Mexíkó fyrir næstum 50 árum þegar framleiðsla á Volkswagen bjöllunni hófst þar árið 1967. Er Volkswagen nú með tvær verksmiðjur í Mexíkó og hefur hug á að byggja þá þriðju. Þýsku lúxusbílaframleiðendurnir hafa þó ekki framleitt bíla þar ennþá, en það mun þó breytast á næstu árum. Audi mun hefja framleiðslu þar í nýrri verksmiðju árið 2016, Mercedes Benz árið 2017 og BMW árið 2019. Þegar allar þær verksmiðjur verða komnar í notkun verður Mexíkó orðið fjórða stærsta framleiðsluland þýskra lúxusbíla á eftir heimalandinu Þýskalandi, Bandaríkjunum og Kína og fer með því framúr Belgíu, Spáni og Brasilíu. Framleiðsla bíla í Mexíkó hefur eflst mjög að undanförnu og fara margir bílar sem þar eru framleiddir til Bandaríkjanna. Eru þeir fyrir vikið mun ódýrari í framleiðslu en ef þeir hefðu verið framleiddir norðan landamæranna. Í Mexíkó virðist engu máli skipta hvort framleiða eigi ódýra smábíla eða algjöra lúxusbíla, hvort tveggja hefur gengið að vonum og því eru flestir bílaframleiðendur óhræddir að opna þar verksmiðjur. Heyrst hefur að bæði Toyota og Kia séu að íhuga að opna þar nýjar verksmiðjur á næstu árum. Bæði Ford og General Motors eru með verksmiðjur í Mexíkó, svo óhætt er að segja að Mexíkó sé mikið bílaframleiðsluland og ef fram fer sem horfir gæti Mexíkó orðið eitt af stærstu löndum heims hvað bílaframleiðslu varðar, þó svo ekkert þekkt bílamerki sé þaðan.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent