Viðar: Heitu pottarnir seljast eins og heitar lummur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Brussel skrifar 11. nóvember 2014 08:38 Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Viðar Örn Kjartansson hefur sankað að sér verðlaunum og viðurkenningum fyrir frammistöðuna á nýliðnu tímabili með Vålerenga í Noregi en þar varð hann langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 25 mörk - tíu meira en næsti maður á eftir. Viðar var einnig valinn sóknarmaður ársins í deildinni auk þess sem að hann var valinn leikmaður ársins hjá Nettavisen og í liði ársins hjá Verdens Gang, þar sem hann var einnig framherji ársins. „Ég tek þetta verkefni með landsliðinu núna, tek svo frí og svo veit ég ekki neitt. Ég verð þó klár í æfingar í janúar með Vålerenga,“ sagði Viðar sem hefur verið orðaður við mörg lið eftir að hann byrjaði að raða inn mörkunum fyrir lið sitt. „Ef það gengur vel hjá manni þá kemur þessi umræða upp. Ég hef einbeitt mér að því að spila vel fyrir Vålerenga og öll tilboð verða síðan skoðuð,“ segir hann en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Hann segir að tímabilið í Noregi hafi gengið vonum framar. „Það gekk miklu betur en ég þorði að vona. Markmiðið fyrir tímabilið var að skora tíu mörk og verða með bestu framherjum deildarinnar. En ég verð að byggja ofan á þessu og verða enn betri á næsta ári.“ „Ég bætti mig mikið í sumar. Ég er með góða þjálfara og að spila með góðum leikmönnum. Maður hefur meiri tíma til að æfa og það telur auðvitað allt saman.“ Viðar segist auðvitað vilja spila í sterkari deild. „Það er bara undir öðrum komið en mér en ég vonast auðvitað til að fá tækifæri til þess sem fyrst.“ Hann var einnig vinsæll utan vallar og var fenginn til að sitja fyrir í auglýsingum fyrir heita potta. „Þeir seljast eins og heitar lummur. Mamma á einmitt von á einum til Íslands frá mér,“ sagði hann í léttum dúr.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15 Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34 Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00 Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35 Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Creed-lagið með Viðari komið út - hægt að kaupa það í iTunes Markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta safnar pening fyrir félagið með því að gefa út lag. 31. október 2014 13:15
Viðar Örn leikmaður ársins hjá Nettavisen | Sagður minna á Solskjær Norska úrvalsdeildin í fótbolta kláraðist í gær þegar lokaumferðin fór fram. 10. nóvember 2014 08:34
Viðar Örn auglýsir heita potta í Noregi Gaman að geta glatt móður sína með heitum potti. 20. september 2014 08:00
Viðar Örn á fimmtánda vinsælasta lagið í Noregi Sóknarmaðurinn slær í gegn með Creed-ábreiðu. 3. nóvember 2014 10:35
Spennandi en skrítið að spila í Kína Markahæsti leikmaðurinn í Noregi, Viðar Örn Kjartansson, mun líklega söðla um á nýju ári. Hann er eftirsóttur og er meðal annars með tilboð frá Kína. 20. september 2014 06:00