Land Rover rafmagnsjeppi Finnur Thorlacius skrifar 11. nóvember 2014 10:30 Range Rover Evoque. Tesla fær ef til vill ekki að eiga sviðið lengi þegar Model X rafjeppinn kemur á markað á næsta ári þar sem Land Rover íhugar nú að smíða jeppa sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Það verður þó ekki stóri Range Rover jeppinn sem fengi rafmagnsdrifrás heldur öllu fremur minni jeppar Land Rover, svo sem Evoque, Range Rover Sport eða algerlega nýr bíll. Þessi bíll, gæti að sögn Land Rover manna, verið byggður á jepplingi sem Jaguar er að smíða uppúr hugmyndabílnum C-X17. Jaguar og Land Rover eru í eigu sama aðilans, Tata Motors í Indlandi. Þeir hjá Land Rover vilja meina að efnaðir kaupendur Jaguar og Range Rover bíla geri nú sterkari og sterkari kröfu um vandaða bíla sem ganga fyrir rafmagni og því sé fyrirtækið að hugleiða að uppfylla þá þörf. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent
Tesla fær ef til vill ekki að eiga sviðið lengi þegar Model X rafjeppinn kemur á markað á næsta ári þar sem Land Rover íhugar nú að smíða jeppa sem eingöngu gengur fyrir rafmagni. Það verður þó ekki stóri Range Rover jeppinn sem fengi rafmagnsdrifrás heldur öllu fremur minni jeppar Land Rover, svo sem Evoque, Range Rover Sport eða algerlega nýr bíll. Þessi bíll, gæti að sögn Land Rover manna, verið byggður á jepplingi sem Jaguar er að smíða uppúr hugmyndabílnum C-X17. Jaguar og Land Rover eru í eigu sama aðilans, Tata Motors í Indlandi. Þeir hjá Land Rover vilja meina að efnaðir kaupendur Jaguar og Range Rover bíla geri nú sterkari og sterkari kröfu um vandaða bíla sem ganga fyrir rafmagni og því sé fyrirtækið að hugleiða að uppfylla þá þörf.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent