Ljósmyndari segir lögfræðing hafa ráðist á sig Kjartan Atli Kjartansson skrifar 14. nóvember 2014 11:52 Hér má sjá mynd sem Ásgeir tók í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun, skömmu fyrir átökin. Mynd/Ásgeir Ásgeirsson „Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira
„Lögfræðingurinn reyndi að hrinda mér svo að ég næði ekki mynd af skjólstæðingi hans og þegar það gekk ekki þá greip hann í linsuna hjá mér,“ segir Ásgeir Ásgeirsson ljósmyndari um átök sem áttu sér stað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ásgeir var viðstaddur þingfestingu í máli fjörutíu einstaklinga sem ákærðir hafa verið fyrir vændiskaup eða tilraun til vændiskaupa. Hann reyndi að ná mynd af einum sakborninganna og brást lögfræðingur mannsins illa við eins og Ásgeir lýsir. Ásgeir segist svo hafa náð taki á lögfræðingnum: „Ég greip hann bara dyravarðataki og leiddi hann fyrir dómvörð. Ég lét hann biðja mig afsökunar fyrir framan lögfræðinga, dómverði og fjölmiðla. Það var rosa einfalt. Það er búið að láta dómstjóra vita líka.“ Ásgeir segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem lögfræðingar grípi til örþrifaráða til þess að forðast að hann nái myndum af skjólstæðingum þeirra. „En ég hef ekki áður lent í því að einhver reyni að grípa í linsuna mína og reyni að skemma eitthvað. Það er alveg einstakt.“ Ásgeir hefur starfað sem dyravörður í áratug og segist því vanur svona barningi. Hann segist vona að þurfa ekki að standa í svona barningi við lögfræðinga aftur. „Ætli þeir viti ekki betur núna,“ segir hann og hlær. Við þingfestinguna í morgun, yfir mönnunum fjörutíu, var deilt um hvort að réttarhöldin ættu að vera opin. Ingimundur Einarsson dómstjóri tók sér frest til þriðjudags til að taka afstöðu til kröfu saksóknara. Þeirri niðurstöðu, hver svo sem hún verður, er svo hægt að skjóta til Hæstaréttar og var meðferð málsins í héraði frestað til 17. desember.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sjá meira