Þórsteinn lenti í fjórða sæti í Die große Chance Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2014 22:00 Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu. Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu.
Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56