Benz selur Tesla bréfin Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2014 09:41 Tesla Model S og Mercedes Benz S-Class. Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent
Daimler AG, móðurfélag Mercedes Benz hefur selt þann 4% hlut sem fyrirtækið átti í bandaríska rafbílaframleiðandanum Tesla. Fyrir þann hlut fékk Daimler 94 milljarða króna og hefur þessi fjárfesting Daimler skilað miklum hagnaði. Það var reyndar ekki upphaflega ástæðan fyrir kaupum Daimler á hlutum í Tesla. Tesla hefur útvegað Mercedes Benz íhluti í tvinn- og rafmagnsbíla þeirra á undaförnum árum og því kom þessi fjárfesting til. Það að Daimler selji þessi bréf boðar ekki endalok samstarfs Mercedes Benz við Tesla og mun Tesla áfram selja Benz íhluti í rafmagnsdrifrásir. Forstjóri Daimler lét hinsvegar hafa eftir sér að þróun á rafmagnsbílum Mercedes Benz sé að vissu leiti lokið og því ekki sama ástæða fyrir samstarfinu við Tesla. Við þær fréttir að Daimler hefði selt bréf sín í Tesla lækkuðu bréfin í kauphöllinni í New York um 3%. Þau eru þó enn mjög hátt skráð, eða á 235,34 dollarar á hlut. Bréfin hafa hækkað um 56% á árinu, en ávöxtun þeirra hefur verið stjarnfræðileg á undanförnum árum.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent