Facebook hugsanlegur áhrifavaldur á jólabókaútgáfuna Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2014 12:12 Egill Örn segir að hugsanlega sé markaði þeim sem byggir á forvitni um hagi annarra svalað eftir öðrum leiðum og því fækkar viðtalsbókunum. Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“ Jólafréttir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira
Fyrir liggur að veruleg fækkun er í útgáfu ævisagna og endurminninga fyrir þessi jólin. Ástæða þess gæti að einhverju leyti falist í því að fólk tjáir sig um sín mál á samskiptamiðlum og því eftirspurn eftir slíku minni en verið hefur.Markaðurinn ræður Bókatíðindi eru við að koma út en þar liggur landslagið fyrir hvað varðar útgáfu fyrir hið árlega jólabókaflóð. Morgunblaðið rýndi í tölurnar í morgun og kemst að því að veruleg fækkun er í flokki ævisagna og endurminninga, en í fyrra komu út 37 titlar í þeim flokki en aðeins 19 núna. Hvernig má þetta vera, Egill Örn Jóhannsson formaður Félags íslenskra bókaútgefanda? „Á hverju ári sjáum við svo sem sveiflur innan hvers flokks um sig. Ég held að um ævisögur og endurminningar megi þó segja að þetta hafi verið þróun sem hafi verið í gangi um nokkra hríð. Hinar hefðbundnu viðtalsbækur sem voru svo vinsælar til gjafa fyrir um tíu til fimmtán árum eru á undanhaldi. En, í staðinn erum við að sjá vandaðar og íburðarmiklar ævisögur koma á markaðinn.“Er þetta tregða útgefenda við að gefa þetta út sem veldur eða er þetta þannig að minna berst af handritum og hugmyndum, sem snúa að þessari tegund bóka? „Ég held að við séum fyrst og fremst að svara kalli markaðsins í þessu. Markaðurinn hefur að einhverju leyti verið mettur af viðtalsbókum og endurminningarbókum. Mögulega erum við í niðursveiflu sem svo aftur kemur upp. Ég skal ekki segja. Ég held að við séum fyrst og fremst að svara áhuga markaðarins. Kannski er þessum áhuga mætt með öðrum leiðum í dag svo sem interneti og fleiru.“Facebook, þá væntanlega, fyrst og fremst? „Mögulega, ég skal ekki segja.“Kanónur og fleiri íslensk skáldverk Annað í þessu sem vekur athygli í þessu er veruleg fækkun á útgáfu þýddra skáldsagna. Egill sér það ekki sem neikvætt sé litið á stóru myndina: „Þarna erum við að sjá mjög áhugaverðan viðsnúning í Bókatíðindum frá síðasta ári. Íslenskum skáldsögum fjölgar verulega milli ára. Segja má að sú fækkun sem verður í flokki þýddra skáldsagna komi í formi nýrra íslenskra skáldsagna á þessu ári. Þannig sjáum við fjölgun, sýnist mér, 30 til 40 prósent á árinu í útgáfu nýrra íslenskra skáldsagna. Sem er afar ánægjulegt. Og margar kanónur með bækur í jólabókaflóðinu í ár.“
Jólafréttir Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Sjá meira