Hollráð til rjúpnaskytta úr ræðustól Alþingis Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2014 10:40 Þórunn Egilsdóttir. Óvænt komu holl ráð úr ræðustól þingsins til þeirra sem ganga til veiða í dag. Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Þórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, kvaddi sér hljóðs í vikunni á þinginu og flutti óvænt holl ráð til rjúpnaskytta. Áður hafði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vakið máls á vopnavæðingu lögreglunnar og var henni mikið niðri fyrir, máli sem hefur verið mjög í deiglunni undanfarna daga, en Þórunn vék tali sínu óvænt að öðru. „Talandi um byssur og vopnaeign, það leiðir huga minn að því að nú er að renna upp rjúpnaveiðitímabil. Það stendur í 12 daga, það má veiða í þrjá daga í senn, frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla daga og því er mikilvægt að huga vel að undirbúningi og hvetja sem ætla að ganga til veiða að huga vel að þeim undirbúningi,“ sagði Þórunn. Þórunn hélt áfram og sagði mikilvægt að menn gæti varúðar í öllu, viti hvað þeir eru með í höndunum, þekki vopn sín, kanni landslag, láti vita af sér og séu í vatnsheldum skóm með grófum sóla því maður viti aldrei hverju maður lendir í. Vísi er ekki kunnugt um að margir á þinginu séu skotveiðimenn, Guðlaugur Þór Þórðarson er reyndar þekkt skytta, og hann var í þingsal þegar þessi góðu ráð voru flutt. „Já, ég hlustaði af athygli. Þarna kom húsmóðirin að austan, vel meinandi og var með móðurleg ráð til okkar veiðimanna.“En, eru margir veiðimenn á Alþingi? „Nei, í rauninni mjög fáir. Ég held að það sé bara ég. Og, ég klikka ekki á skónum. Ég get alveg sagt þér það. Ekki eftir þessa ræðu,“ sagði Guðlaugur Þór sem lítið hefur komist til veiða þetta haustið, og var reyndar á fundi fjárlaganefndar þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira