Bilið örmjótt milli þriggja stærstu bílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 12:43 Toyota er enn söluhæsti bílaframleiðandi heims. Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent
Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent