Guðjón Valur talar hreint út: Var með óbragð í munninum allt sumarfríið Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2014 14:15 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta hefja leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar þeir mæta Ísrael í Laugardalshöllinni. Okkar menn fá frí sem þeir hafa engan áhuga á í janúar í næsta ári þegar HM í Katar verður spilað, en íslenska liðinu mistókst að komast þangað eins og frægt er orðið. Ísland tapaði í umspilsleikjum fyrir Bosníu og Hersegóvínu í júní, en fyrir leikina var íslenska liðið talið mun sigurstranglegra. Okkar menn spiluðu hreinlega ekki vel og þurftu að bíta í það súra epli að komast ekki á HM.Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður Stöðvar 2, hitti landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson fyrir utan hegningarhúsið á Skólavörðustígnum í dag og spurði hvað eiginlega gerðist í sumar og hvert menn stefna nú. „Ég veit að þetta hefur orðið vakning fyrir okkur eins og sést á því hvernig flestir okkar eru að spila. Það gengur vel hjá flestum okkar og ég vona að það komi ákveðinn trukkur í gegnum sambandið núna og við náum að lyfta þessu aftur upp á þann stall sem okkur finnst handboltinn eigi að vera á. Þar sem hann var fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðjón Valur. „Það er margt sem spilaði þarna inn í. Það byrjaði þannig að það var ýmislegt með leikinn úti og framkvæmd hans sem fór mjög í skapið á mér. Svo með leikinn hérna heima, þá hefðum við kannski þurft að tapa stærra úti til að vera klárari í seinni leikinn.“ Guðjón Valur er mjög hreinskilinn þegar hann ræðir um hvað var að í hópnum og hvernig strákarnir komu stemmdir til leiks. „Það var ákveðið vanmat í okkur og ákveðið kæruleysi. Ég fann fyrir mikilli andlegri þreytu í hópnum. Við vorum þungir og ólíkir því sem við höfum oft verið.“ „Eftir að hafa talað við marga af strákunum upp á síðkastið þá finnst mér menn koma hungraðir inn í þetta aftur núna. Það var kannski eitthvað sem vantaði. Þetta var svona stærsti hlutinn, því miður, en þetta er eitthvað sem flest lið ganga í gegnum,“ segir hann. „Við gengum í gegnum þetta 2008 þegar við töpuðum fyrir Makedóníu og komumst ekki á HM 2009. Þetta var óþarfi en kannski þarfur vegur fyrir okkur að ganga.“ Guðjón býst ekki við auðveldum leikjum gegn Ísrael og Svartfjallalandi. „Það er orðið þannig í handboltanum að maður labbar yfir voðalega fáar þjóðir núorðið. Tyrkir eru allt í einu byrjaðir að geta spilað handbolta og Ísraelsmenn eru betri en þeir. Svartfellingar eru með ungt og efnilegt lið þannig við þurfum að sjá hvaða lið þeir mæta með.“ „Við búum okkur undir mikilvæga leiki, en í augnablikinu þurfum við ekki að horfa á andstæðinginn heldur holninguna á okkur. Við þurfum að trekkja okkur upp í alvöru viðureignir og alvöru leiki. Eftir að hafa talað við strákana finnst mér við vera klárir,“ segir Guðjón Valur sem hugsaði lengi um tapið gegn Bosníu. „Ég var með óbragð í munninum allt sumarfríið eftir að tapa þessum leikjum,“ segir fyrirliðinn. „Við ætlum að vinna þennan riðil. Það er okkar markmið. Þetta er svona. Það eru gerðar kröfur til okkar sem er gott. Fólk má ekki gleyma því að við gerum kröfur til okkar sjálfra.“ Allt viðtalið, þar sem Guðjón Valur ræðir einnig um lífið í Barcelona, má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför Fyrstu mótherjar Íslands í undankeppni EM 2016 töpuðu gegn Finnlandi. 27. október 2014 13:15