Lekamálið tekið til efnislegrar meðferðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. október 2014 12:49 Gísli Freyr Valdórsson er fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, innanríkisráðherra. Vísir/GVA Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið. Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Frávísunarkröfu Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Málið verður því tekið til efnislegrar meðferðar en ekki liggur fyrir hvenær það verður. Gísli Freyr er ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í opinberu starfi en hann á að hafa „látið óviðkomandi í té efni samantektar er bar yfirskriftina „Minnisblað varðandi Tony Omos,““ eins og segir í ákæru. Búist er við því að aðalmeðferð málsins fari fram á einum degi en ekki liggur fyrir hvenær aðalmeðferð mun fara fram vegna mikils álags á héraðsdóm.Deilt um læk saksóknara Þegar frávísunarkrafa Gísla Freys var tekin til meðferðar þann 9. september síðastliðinn spannst umræðan aðallega að hlutlægnisskyldu ákæruvaldsins. Fannst verjanda Gísla Freys að rannsóknaraðili hefði einblínt á það sem gæti bent til sektar umbjóðanda síns en leitt hjá sér öll atriði sem ýtt gætu undir sakleysi hans. Þannig hafi hlutlægnisskyldu ekki verið gætt. Þá sagði verjandi saksóknara jafnframt vanhæfan í málinu vegna þess að hann hafði „lækað“ við færslu á Facebook. Saksóknari mótmælti þessu og sagði að engin þátttaka fælist í umræðunni með „lækinu“ á Facebook. Það væri ekki verið að taka afstöðu til sakarefnisins og því fráleitt að víkja frá málinu vegna þessa. Það lægi ekki einu sinni ljóst fyrir hvað það var sem saksóknari hafi fundist fyndið; skopskyn manna sé misjafnt og kannski hafi honum fundist eitthvað allt annað fyndið við málið en þeim sem deildi færslunni frægu.Fannst ákæran óskýr Saksóknari sagði það svo liggja í hlutarins eðli að ákæruvaldið teldi Gísla Frey sekan. Afstaða hefði verið tekin til þess þegar gefin var út ákæra. Ákæruvaldið telji að gögn málsins sýni fram á sekt hans og í því fælist ekki hlutlægni. Verjandi Gísla fór þar að auki fram á að málinu yrði vísað frá vegna þriggja annarra atriða. Í fyrsta lagi var farið fram á frávísun vegna þess hve ákæran er óskýr, í öðru lagi fyrir brot gegn meðalhófsreglu og í þriðja lagi fyrir brot gegn jafnræðisreglu. Saksóknari hafnaði þessu öllu og fór fram á að málið yrði tekið til efnislegrar meðferðar. Dómari féllst ekki á rök verjanda Gísla Freys og því aðalmeðferð handan við hornið.
Lekamálið Tengdar fréttir Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04 Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22 Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39 Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36 Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Gísli Freyr neitar sök Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra, neitaði sök í lekamálinu svokallaða við þingfestingu málsins sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 16. september 2014 10:04
Krefja Gísla Frey um sjö milljónir króna Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, er krafinn um sjö milljónir króna í miskabætur vegna meints leka úr innanríkisráðuneytinu. 16. september 2014 11:22
Vill bíða með allar yfirlýsingar varðandi ákæruna "Ég lýsti yfir sakleysi mínu hér í dag,“ segir Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, í samtali við Vísi í morgun. 16. september 2014 10:39
Segir upplýsingar um Omos hafa verið skoðaðar um miðja nótt Gísli Freyr Valdórsson, sem ákærður hefur verið í lekamálinu, segir að samantekt sú er upplýsingarnar byggði á hafi verið skoðuð á innra drifi innanríkisráðuneytisins aðfararnótt 20. nóvember síðastliðinn. 16. september 2014 11:36
Deilt um Facebook-hegðun saksóknara Verjandi Gísla Freys Valdórssonar, sakbornings í lekamálinu, segir saksóknara vanhæfan í málinu vegna þess að hann „lækaði“ við færslu á Facebook. 1. október 2014 12:23