Kári Árna: Liðin skapað afar fá færi Anton Ingi Leifsson skrifar 13. október 2014 06:30 Kári á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Kári Árnason er ánægður með varnarleikinn hjá íslenska landsliðinu hingað til, en liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Markatalan eftir leikina tvo; 6-0. „Við áttum alveg von á þessu sérstaklega eftir sigurinn á Tyrkjum. Það kom ekkert annað til greina en sigur gegn Lettum," sagði Kári Árnason í samtali við Vísi. „Við vissum hvernig leikurinn myndi þróast og við lögðum leikinn virkilega vel upp. Þetta var þolinmæðisvinna, en við bjuggumst ekki við þeim svona aftarlega." Kári er skiljanlega ánægður með varnarleikinn í mótinu hingað til. „Þeir settu litla sem enga pressu á okkur og við fengum bara að halda boltanum eins og við vildum. Við sköpuðum færi í fyrri hálfleik og þegar við sáum það í hálfleik að við náðum að skapa færi þrátt fyrir að þeir væru svona aftarlega þá var ekkert annað í stöðunni enn að vinna." „Það er okkar hlutverk í þessu liði er að halda búrinu hreinu og það hefur tekist vel. Liðin sem við höfum spilað á móti hafa skapað afar fá færi." „Tyrkir áttu eitt alvöru færi sem var í síðari hálfleik þegar þeir skutu yfir í stöðunni 1-0, en í Lettaleiknum voru þeir aldrei hættulegir nema í nokkrum föstum leikatriðum." „Við erum búnir að stilla saman strengina. Við erum meira solid sem varnarlið. Það hjálpar að ég, Ragnar og Ari Freyr erum búnir að spila saman flesta leikina í síðasta móti og núna aftur. Elmar er svo búinn að koma frábærlega inn." „Þetta verður prófraun á allt liðið. Það er lykilatriði að verjumst sem heild. Ein varnarlína er ekki að fara halda Arjen Robben og Robin van Persie niðri. Við þurfum allir að verjast vel," sagði Kári og bætti við að lokum að hann vonaðist til að liðið myndi kroppa í að minnsta kosti eitt stig á morgun. Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Kári Árnason er ánægður með varnarleikinn hjá íslenska landsliðinu hingað til, en liðið hefur haldið hreinu í tveimur fyrstu leikjum sínum í undankeppninni. Markatalan eftir leikina tvo; 6-0. „Við áttum alveg von á þessu sérstaklega eftir sigurinn á Tyrkjum. Það kom ekkert annað til greina en sigur gegn Lettum," sagði Kári Árnason í samtali við Vísi. „Við vissum hvernig leikurinn myndi þróast og við lögðum leikinn virkilega vel upp. Þetta var þolinmæðisvinna, en við bjuggumst ekki við þeim svona aftarlega." Kári er skiljanlega ánægður með varnarleikinn í mótinu hingað til. „Þeir settu litla sem enga pressu á okkur og við fengum bara að halda boltanum eins og við vildum. Við sköpuðum færi í fyrri hálfleik og þegar við sáum það í hálfleik að við náðum að skapa færi þrátt fyrir að þeir væru svona aftarlega þá var ekkert annað í stöðunni enn að vinna." „Það er okkar hlutverk í þessu liði er að halda búrinu hreinu og það hefur tekist vel. Liðin sem við höfum spilað á móti hafa skapað afar fá færi." „Tyrkir áttu eitt alvöru færi sem var í síðari hálfleik þegar þeir skutu yfir í stöðunni 1-0, en í Lettaleiknum voru þeir aldrei hættulegir nema í nokkrum föstum leikatriðum." „Við erum búnir að stilla saman strengina. Við erum meira solid sem varnarlið. Það hjálpar að ég, Ragnar og Ari Freyr erum búnir að spila saman flesta leikina í síðasta móti og núna aftur. Elmar er svo búinn að koma frábærlega inn." „Þetta verður prófraun á allt liðið. Það er lykilatriði að verjumst sem heild. Ein varnarlína er ekki að fara halda Arjen Robben og Robin van Persie niðri. Við þurfum allir að verjast vel," sagði Kári og bætti við að lokum að hann vonaðist til að liðið myndi kroppa í að minnsta kosti eitt stig á morgun.
Íslenski boltinn Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira