„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:30 „Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“ Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
„Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“
Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein