„Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2014 12:30 „Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“ Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
„Ég fór út 4. júlí og átti upphaflega bara að vera til 7.september. Þetta átti þess vegna bara að vera stutt ævintýri í reynslubankann. Það hefur gengið vel og tónleikunum mínum hefur verið tekið mjög vel. Þeir lengdu þess vegna samninginn til 14. nóvember,“ segir tónlistarkonan Greta Salóme sem hefur síðustu mánuði skemmt gestum á skemmtiferðaskipi Disney. Greta hefur spilað fyrir allt að fjögur þúsund manns á skipinu. „Prógrammið mitt er mismunandi hvern dag. Ég er með stóra showið mitt einu sinni í viku. Þar er ég með fjörtíu og fimm mínútna tónleika í leikhúsinu hérna. Ég er ein á sviðinu og syng og spila bæði lög eftir mig og aðra,“ segir Greta. Hún segist aldrei finna fyrir einmanaleika á skipinu.Leikhúsið á skipinu.„Það er búið að vera mjög áhugavert að kynnast lífinu á skipinu en þetta var samt tiltölulega auðvelt aðlögunarferli. Þeir hjá Disney hafa verið mjög góðir við mig og séð til þess að manni líði sem allra best hérna. Þetta er í rauninni eins og að búa á fimm stjörnu hóteli. Ég hef kynnst frábæru fólki hérna og eignast frábæra vini og samstarfsfélaga. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi þannig að það er mjög erfitt að láta sér leiðast hérna,“ segir söngkonan en bætir við að stundum blossi heimþráin upp. „Ég sakna allra heima og það er mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá fjölskyldunni, kærastanum og vinunum. Það er hins vegar gott að finna fyrir söknuði vegna þess að það er góð áminning um hvað maður hefur það gott. Ég sakna veðurfarsins heima hins vegar ekki neitt,“ segir hún og hlær. Greta fær mjög mikinn frítíma á skipinu og reynir að nýta hann eins og hún getur. „Ég er í fríi allan daginn og spila bara á kvöldin nema þegar ég er með frídag. Við erum með frábæra æfingaraðstöðu hérna með flygli og þar hef ég sett upp heimastúdíóið mitt. Ég reyni að nota tímann vel og semja og æfa mig. Annars er ég annað hvort í Flórída eða á Bahamas þannig að ég fer oft á ströndina eða geri eitthvað annað skemmtilegt í góða veðrinu,“ segir hún. En hefur eitthvað eftirminnilegt gerst á skipinu?Greta nýtur þess að ferðast um með skipinu.„Það er svo margt skemmtilegt búið að gerast. Meðal annars er ég búin að fara í fallhlífarstökk, snorkla, keyra á vespu um Bahamas og svo framvegis. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í gangi en eftirminnilegustu augnablikin eru samt þegar ég er með tónleikana mína hérna um borð. Það er svo magnað að fá að gera þetta og í hvert skipti er ég jafn hissa á að þetta sé raunverulega að gerast. Þetta er að mörgu leiti besta gigg í heimi.“ Þegar dvölinni á skipinu lýkur kemur Greta heim og dembir sér í jólavertíðina. Þá ætlar hún líka að taka upp nýtt efni í stúdíói. En eru fleiri verkefni svipuð dvölinni á skipinu í pípunum „Já, ég get ekki sagt mikið eins og er en næsta ár lítur vægast sagt spennandi út.“ En verður Greta rík af þessu verkefni hjá Disney? „Ég held að það fari allt eftir því hvernig maður skilgreinir orðið rík. Ég má ekki ræða launin en ég get sagt að þetta er eitthvað sem ég get ekki hafnað og ég gæti ekki verið ánægðari.“
Tengdar fréttir Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00 Mest lesið Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda Lífið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Fleiri fréttir Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjá meira
Syngur á skemmtiferðaskipi Disney Greta Salóme kemur fram á Disney Dream-skemmtiferðaskipinu í Karíbahafi í tvo mánuði hið minnsta. 25. júní 2014 09:00