Reiður rússneskur ökumaður Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2014 16:13 Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent
Svo virðist sem lögmál frumskógarins gildi að mestu í rússnesku umferðinni og hér sést enn eitt dæmi um það. Að sjálfsögðu náðist þetta atvik á eina af þeim fjölmörgu myndavélum sem rússneskir ökumenn hafa á mæliborðinu til að verjast einmitt svona ruddaskap. Eitthvað er ökumaður Nissan Juke bíls ósáttur við mótorhjólamann sem fyrir framan hann er. Mótorhjólamaðurinn bankar létt á húdd Nissan bílsins eftir ógnandi tilburði ökumannsins. Viðbrögð hans við því er hreinlega að aka hann niður og reyna svo að aka yfir hann. Á meðan kemur aðvífandi bíll að hlið fallandi mótorhjólamannsins sem rekst í hann og rífur af honum hluta af afturstuðaranum. Hann sleppur þó lifandi frá þessum hildarleik, en ekki er það ökumanni bílsins að þakka. Þrátt fyrir að á dagsetningunni sem sést í myndskeiðinu, með ártalinu 2008, er ljóst á þeim bílum sem þarna aka að þetta er miklu yngra og sennilega afar nýlegt.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent