Bróðir forsætisráðherra Albaníu handtekinn vegna drónans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 10:00 Áhorfandi hleypur af velli með drónann í eftirdragi. Vísir/AFP Serbneska sjónvarpsstöðin RTS fullyrðir að Olsi Rama, bróðir forsætisráðherra Albaníu, hafi verið handtekinn fyrir að stýra drónanum sem olli miklu uppnámi á leik liðsins gegn Serbíu í Belgrad í gær. Leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM 2016 var hætt í gær eftir að ómönnuðu flugfari með albanska fánanum í eftirdragi var flogið yfir leikvanginn. Allt trylltist þegar leikmenn serbneska liðsins tóku fánann niður líkt og sjá má hér fyrir ofan. „Það er miður að knattspyrnan hafi verið í aukahlutverki í kvöld,“ sagði Branislav Ivanovic, fyrirliði Serbíu, eftir að dómarinn Martin Atkinson blés leikinn af. Þetta var í fyrsta sinn sem landslið Albaníu lék í Belgrad síðan 1967 og var búist við því fyrir leik að soðið gæti upp úr. „Við skiljum ekki hvað gerðist. Það eina sem ég get sagt fyrir hönd míns liðs er að við vildum halda áfram og að við reyndum að verja leikmenn Albaníu á leið okkar inn í búningsklefa [fyrir áhorfendum].“ „Leikmenn Albaníu sögðu að þeir væru ófærir, bæði líkamlega og andlega, um að halda áfram að spila.“ Lorik Cana, fyrirliði Albaníu, ítrekaði það í samtali við fjölmiðla. „Ég varð vitni að því þegar ráðist var á mína leikmenn. Meira að segja starfsmenn slógu til þeirra. Við vorum ekki í neinu standi til að halda áfram.“ Samskipti þjóðanna hafa verið slæm í gegnum tíðina og bauluðu áhorfendur mikið á meðan þjóðsöngur Albaníu var spilaður.Vísir/AFP EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leik hætt í Belgrad vegna dróna og slagsmála | Myndband Ótrúlegt atvik varð til þess að Martin Atkinson þurfti að flauta af leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM. 14. október 2014 21:14 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Serbneska sjónvarpsstöðin RTS fullyrðir að Olsi Rama, bróðir forsætisráðherra Albaníu, hafi verið handtekinn fyrir að stýra drónanum sem olli miklu uppnámi á leik liðsins gegn Serbíu í Belgrad í gær. Leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM 2016 var hætt í gær eftir að ómönnuðu flugfari með albanska fánanum í eftirdragi var flogið yfir leikvanginn. Allt trylltist þegar leikmenn serbneska liðsins tóku fánann niður líkt og sjá má hér fyrir ofan. „Það er miður að knattspyrnan hafi verið í aukahlutverki í kvöld,“ sagði Branislav Ivanovic, fyrirliði Serbíu, eftir að dómarinn Martin Atkinson blés leikinn af. Þetta var í fyrsta sinn sem landslið Albaníu lék í Belgrad síðan 1967 og var búist við því fyrir leik að soðið gæti upp úr. „Við skiljum ekki hvað gerðist. Það eina sem ég get sagt fyrir hönd míns liðs er að við vildum halda áfram og að við reyndum að verja leikmenn Albaníu á leið okkar inn í búningsklefa [fyrir áhorfendum].“ „Leikmenn Albaníu sögðu að þeir væru ófærir, bæði líkamlega og andlega, um að halda áfram að spila.“ Lorik Cana, fyrirliði Albaníu, ítrekaði það í samtali við fjölmiðla. „Ég varð vitni að því þegar ráðist var á mína leikmenn. Meira að segja starfsmenn slógu til þeirra. Við vorum ekki í neinu standi til að halda áfram.“ Samskipti þjóðanna hafa verið slæm í gegnum tíðina og bauluðu áhorfendur mikið á meðan þjóðsöngur Albaníu var spilaður.Vísir/AFP
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Leik hætt í Belgrad vegna dróna og slagsmála | Myndband Ótrúlegt atvik varð til þess að Martin Atkinson þurfti að flauta af leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM. 14. október 2014 21:14 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Leik hætt í Belgrad vegna dróna og slagsmála | Myndband Ótrúlegt atvik varð til þess að Martin Atkinson þurfti að flauta af leik Serbíu og Albaníu í undankeppni EM. 14. október 2014 21:14