Guðlaugur Þór: Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2014 21:26 Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Enn og aftur er komin umræða um stækkun stúkunnar á Laugardalsvelli og að fjarlægja hlaupabrautina sem umlykur völlinn. Valtýr Björn Valtýsson ræddi málið við Guðlaug Þór Þórðarson starfandi formann fjárlaganefndar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Laugardalsvöllur tekur rétt tæplega tíu þúsund manns og velgengni íslenska fótboltalandsliðsins hefur ýtt undir umræður um stækkun stúkunnar. Stækkun stúkunnar yrði á þá vegu að vellinum yrði lokað og hlaupabrautin fjarlægð. Þetta myndi þýða að völlurinn tæki um 15-18 þúsund manns. Geir Þórsteinsson formaður KSÍ sagði í Morgunblaðinu í dag að nú þegar liggi fyrir styrkur frá knattspyrnusambandi Evrópu um að taka upp grasið á vellinum og gera hann upphitaðan. Geir vill að þær framkvæmdir hefjist að ári og þá verði hlaupabrautin fjarlægð um leið. Hann segir að samkomulag við frjálsíþróttasambandið liggi fyrir en hvað varðar stúkubygginu og lokun vallarins þurfi ríki og borg að koma að málinu. Enn hvað segir Guðlaugur Þór Þórðarson starfandi formaður fjárlaganefndar um þetta? „Laugardalsvöllur er eign Reykjavíkurborgar en auðvitað er þetta Þjóðarleikvangurinn okkar. Hann er samt á ábyrgð Reykjavíkurborgar og þetta er þetta eign," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson í samtali við Valtý Björn Valtýsson. „Það er erfitt fyrir Ríkissjóð, sem eru ekkert annað en skattgreiðendur, að taka á sig fleiri verkefni. Það er frábært að sjá þennan árangur hjá landsliðunum okkar og algjörlega ómetanlegt. Við þurfum að huga meira að því þegar við skoðum mannvirki eins og þetta, sem væri stórkostlegt að sjá rísa, að menn þurfi að hugsa meira út fyrir boxið," sagði Guðlaugur Þór Þórðarson og nefndi sem dæmi fjölnota íþróttamannvikri sem hafa verið byggð í samstarfi við einkaaðila. „Ef við viljum sjá þennan draum rætast þá ættu menn að skoða þetta út frá þeim forsendum og ég er sannfærður um að það að það væri vilji margra og þá sérstaklega stjórnmálamanna að hjálpa til við það," sagði Guðlaugur Þór en það má sjá allt viðtal Valtýs við Guðlaug hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Fleiri fréttir Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Regins, rekstraraðila Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. 16. október 2014 14:47
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30