Þorgrímur: Ódrengileg gagnrýni á landsliðsmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2014 21:28 Þorgrímur Þráinsson. Vísir/Anton Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd karla hjá KSÍ, ritar í kvöld áhugaverðan pistil sem birtist á vefsíðu Fótbolti.net. „Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri,“ skrifar Þorgrímur. Á föstudag birtist viðtal í sænskum fjölmiðlum við þá Arnór Smárason og Guðlaug Victor Pálsson þar sem þeir greindu frá því hvernig andrúmsloftið var í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við því fyrir þremur árum síðan, líkt og lesa má um hér fyrir neðan. „Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn,“ skrifar Þorgrímur enn fremur. Hann kemur þeim Ólafi og Pétri til varnar og segir þá hafa unnið gott verk. Til að mynda hafi þeir gefið bestu leikmönnum Íslands í dag sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. „Hafi einhverjir leikmenn undir stjórn Ólafs og Péturs komið heim í landsleiki með það að markmiði að fara á pöbbinn að leik loknum, eða eingöngu til að „hitta strákana“ sýnir það algjörlega þeirra hugarfar, ekki þjálfaranna. Að væna aðra leikmenn um að hafa þetta undarlega hugarfar að leiðarljósi, að gefa sig ekki í landsliðsverkefni, er ódrengilegt,“ skrifar Þorgrímur en pistilinn má lesa í heild sinni hér. Að lokum segir hann að menn uppskeri eins og þeir sái. „Og þess vegna eiga menn að sýna hógværð og auðmýkt, setja undir sig hausinn og vinna sig inn í liðið að nýju en spara stóru orðin.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Þorgrímur Þráinsson, meðlimur í landsliðsnefnd karla hjá KSÍ, ritar í kvöld áhugaverðan pistil sem birtist á vefsíðu Fótbolti.net. „Í ljósi góðs árangurs landsliðsins í knattspyrnu hafa leikmenn verið töluvert í sviðsljósinu, sem eðlilegt er. Fjölmiðlamenn hafa spurt um ástæður þessa góða árangurs og einstaka leikmaður hefur fallið í þann djúpa pytt að kasta rýrð á fyrrum þjálfara liðsins, Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson, meðvitað eða ómeðvitað, líklega til þess að koma einhverjum samanburði á framfæri,“ skrifar Þorgrímur. Á föstudag birtist viðtal í sænskum fjölmiðlum við þá Arnór Smárason og Guðlaug Victor Pálsson þar sem þeir greindu frá því hvernig andrúmsloftið var í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við því fyrir þremur árum síðan, líkt og lesa má um hér fyrir neðan. „Og fjölmiðli er nokk sama þótt leikmenn missi eitthvað óheppilegt út úr sér því það getur orðið að krassandi fyrirsögn,“ skrifar Þorgrímur enn fremur. Hann kemur þeim Ólafi og Pétri til varnar og segir þá hafa unnið gott verk. Til að mynda hafi þeir gefið bestu leikmönnum Íslands í dag sitt fyrsta tækifæri með landsliðinu. „Hafi einhverjir leikmenn undir stjórn Ólafs og Péturs komið heim í landsleiki með það að markmiði að fara á pöbbinn að leik loknum, eða eingöngu til að „hitta strákana“ sýnir það algjörlega þeirra hugarfar, ekki þjálfaranna. Að væna aðra leikmenn um að hafa þetta undarlega hugarfar að leiðarljósi, að gefa sig ekki í landsliðsverkefni, er ódrengilegt,“ skrifar Þorgrímur en pistilinn má lesa í heild sinni hér. Að lokum segir hann að menn uppskeri eins og þeir sái. „Og þess vegna eiga menn að sýna hógværð og auðmýkt, setja undir sig hausinn og vinna sig inn í liðið að nýju en spara stóru orðin.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36 „Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14 Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjá meira
Guðlaugur segir orð sín tekin úr samhengi Segir ekki rétt eftir sér haft í sænskum fjölmiðli. 17. október 2014 13:36
„Skítt með það - förum á pöbbinn“ Arnór Smárason og Guðlaugur Victor Pálsson lýsa stemningunni í íslenska landsliðinu áður en Lars Lagerbäck tók við. 17. október 2014 14:14
Pétur: Hann hefur verið á pöbbnum þegar leikskipulagið var rætt Fyrrverandi aðstoðarlandsliðsþjálfarinn verulega ósáttur við ummæli Arnórs Smárasonar og Guðlaugs Victors Pálssonar í sænsku pressunni í dag. 17. október 2014 16:27