„Hann bað mig um að setja upp þessa tónleika“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2014 11:17 „Hann vill bara kjúkling, vatn og grænmeti. Hann er ekkert að drekka og djamma. Hann vill ekki sjá áfengi. Hann er mjög heilsusamlegur og algjör fyrirmynd,“ segir tónleikahaldarinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir. Hann heldur tvenna tónleika þann 25. október næstkomandi með bandaríska rapparanum Hopsin. Fyrri tónleikarnir eru fyrir unglinga í 8. Til 10. Bekk og fara þeir fram í Stapanum í Reykjanesbæ. Seinni tónleikarnir eru fyrir átján ára og eldri en þeir verða haldnir á Rúbín í Öskjuhlíð. Hopsin hefur skapað sér nafn í hip hop-heiminum síðustu ár og á nú rúmlega tvo milljón aðdáendur á Facebook. Þá hefur verið horft á myndböndin hans tugmilljóna sinnum á YouTube. Eitt af hans vinsælli myndböndum er án efa Sag My Pants sem er myndband við aðra smáskífu af plötunni hans Raw sem kom út árið 2010. Í laginu gerir hann grín að öðrum röppurum eins og Lil Wayne, Drake, Lupe Fiasco og Rick Ross en myndbandið hefur verið skoðað rúmlega þrjátíu milljón sinnum á YouTube. Rapparinn er þekktur fyrir að vera góð fyrirmynd og er mjög á móti áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hann hefur verið duglegur að gagnrýna hvernig aðrir tónlistarmenn markaðssetja eiturlyf fyrir ungt fólk og vill Hopsin hafa jákvæð áhrif á aðdáendur sína með tónlistinni. Hopsin er ekki aðeins lunkinn rappari heldur hefur einnig reynt fyrir sér í leiklist og hefur leikið í þáttum á borð við Cold Case, Lizzie McGuire, Gilmore Girls og Malcolm in the Middle.Hopsin í ham á tónleikum.vísir/gettyÓli Geir flutti rapparann inn árið 2012 en þá fór aðeins minna fyrir komu kappans til landsins. Þá hélt hann einnig tvenna tónleika eins og hann gerir nú. „Þá seldist upp á bæði giggin og ég komst að því að hann átti stóran aðdáendahóp hér heima. Síðan þá er hann bara búinn að stækka. Hann var svo rosalega ánægður eftir þá tónleika. Þeir voru svo vel heppnaðir og hann var svo hissa að hann ætti svona marga aðdáendur hér heima, sérstaklega á yngra ballinu. Þar voru krakkar sem voru fjórtán til sextán ára sem kunnu lögin hans. Það snerti hann rosalega mikið,“ segir Óli Geir. Hopsin er búinn að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu og endar túrinn hér á Íslandi. Rapparinn hafði persónulega samband við Óla Geir og bað hann um að skipuleggja tónleikana 25. október. „Þegar hann var að setja tónleikaferðina upp núna vildi hann endilega koma til Íslands aftur. Hopsin hafði samband við mig og hann bað mig um að setja upp þessa tónleika,“ segir tónleikahaldarinn en miðasala á viðburðina tvo gengur vel á midi.is. Hopsin verður hér á landi í tvo daga en Óli Geir segir alls enga stjörnustæla í honum. „Hann er rosalega venjulegur náungi. Ætli ég fari ekki í Bláa lónið með hann og dekri aðeins við hann. Svo býst ég við því að hann fari aftur heim til Bandaríkjanna og slappi af eftir túrinn.“ Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Hann vill bara kjúkling, vatn og grænmeti. Hann er ekkert að drekka og djamma. Hann vill ekki sjá áfengi. Hann er mjög heilsusamlegur og algjör fyrirmynd,“ segir tónleikahaldarinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir. Hann heldur tvenna tónleika þann 25. október næstkomandi með bandaríska rapparanum Hopsin. Fyrri tónleikarnir eru fyrir unglinga í 8. Til 10. Bekk og fara þeir fram í Stapanum í Reykjanesbæ. Seinni tónleikarnir eru fyrir átján ára og eldri en þeir verða haldnir á Rúbín í Öskjuhlíð. Hopsin hefur skapað sér nafn í hip hop-heiminum síðustu ár og á nú rúmlega tvo milljón aðdáendur á Facebook. Þá hefur verið horft á myndböndin hans tugmilljóna sinnum á YouTube. Eitt af hans vinsælli myndböndum er án efa Sag My Pants sem er myndband við aðra smáskífu af plötunni hans Raw sem kom út árið 2010. Í laginu gerir hann grín að öðrum röppurum eins og Lil Wayne, Drake, Lupe Fiasco og Rick Ross en myndbandið hefur verið skoðað rúmlega þrjátíu milljón sinnum á YouTube. Rapparinn er þekktur fyrir að vera góð fyrirmynd og er mjög á móti áfengis- og fíkniefnaneyslu. Hann hefur verið duglegur að gagnrýna hvernig aðrir tónlistarmenn markaðssetja eiturlyf fyrir ungt fólk og vill Hopsin hafa jákvæð áhrif á aðdáendur sína með tónlistinni. Hopsin er ekki aðeins lunkinn rappari heldur hefur einnig reynt fyrir sér í leiklist og hefur leikið í þáttum á borð við Cold Case, Lizzie McGuire, Gilmore Girls og Malcolm in the Middle.Hopsin í ham á tónleikum.vísir/gettyÓli Geir flutti rapparann inn árið 2012 en þá fór aðeins minna fyrir komu kappans til landsins. Þá hélt hann einnig tvenna tónleika eins og hann gerir nú. „Þá seldist upp á bæði giggin og ég komst að því að hann átti stóran aðdáendahóp hér heima. Síðan þá er hann bara búinn að stækka. Hann var svo rosalega ánægður eftir þá tónleika. Þeir voru svo vel heppnaðir og hann var svo hissa að hann ætti svona marga aðdáendur hér heima, sérstaklega á yngra ballinu. Þar voru krakkar sem voru fjórtán til sextán ára sem kunnu lögin hans. Það snerti hann rosalega mikið,“ segir Óli Geir. Hopsin er búinn að vera á tónleikaferðalagi um Evrópu og endar túrinn hér á Íslandi. Rapparinn hafði persónulega samband við Óla Geir og bað hann um að skipuleggja tónleikana 25. október. „Þegar hann var að setja tónleikaferðina upp núna vildi hann endilega koma til Íslands aftur. Hopsin hafði samband við mig og hann bað mig um að setja upp þessa tónleika,“ segir tónleikahaldarinn en miðasala á viðburðina tvo gengur vel á midi.is. Hopsin verður hér á landi í tvo daga en Óli Geir segir alls enga stjörnustæla í honum. „Hann er rosalega venjulegur náungi. Ætli ég fari ekki í Bláa lónið með hann og dekri aðeins við hann. Svo býst ég við því að hann fari aftur heim til Bandaríkjanna og slappi af eftir túrinn.“
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira