Banabiti bóksölu? Stjórnarmaðurinn skrifar 8. október 2014 08:59 Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. Stjórnarmanninum hefur fundist athyglisvert að fylgjast með dómsdagsspám rithöfunda, útgefenda og bóksala um áhrif hækkunarinnar. Sala bóka er þó töluvert fyrirferðarminni í þjóðhagsreikningum Íslands en sala á matvöru, en viðbrögðin frá þessum hagsmunaaðilum hafa síst verið lágværari. Þeir hafa áhyggjur af því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni minnka sölu bókmennta hérlendis. Þessar áhyggjur eru eðlilegar enda myndi minni sala á bókmenntum hafa bein áhrif á tekjur þeirra sjálfra. Rökin sem þeir beita gegn hækkuninni eru þó önnur. Hallgrímur Helgason benti á að bransinn er í mjög viðkvæmu jafnvægi sem hækkunin gæti hæglega raskað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lesa má af orðum Hallgríms að hann telji bókaútgáfu geta lagst af ef fram fer sem horfir. Andri Snær Magnason telur að hækkunin geti haft áhrif á eftirspurn eftir bókum, sér í lagi hjá ungu fólki, með alvarlegum afleiðingum fyrir læsi þess. Rök Hallgríms og Andra halda þó ekki. Ekkert orsakasamband er á milli útgefinna bóka á Íslandi og virðisauka hverju sinni. Þetta er hægt að gaumgæfa á vef Hagstofu. Aðrar markaðsaðstæður, svo sem stærð markhóps og fjöldi útgefinna titla, hafa töluvert meiri áhrif á verðlag bóka og þar af leiðandi eftirspurn. Þetta sést greinilega þegar verð bóka án virðisauka er borið saman við önnur lönd. Stjórnarmaðurinn er einhuga fylgjandi breytingunum. Það er hann þrátt fyrir að vera almennt séð ekki sérlega hrifinn af skattahækkunum og þrátt fyrir að vera sólginn í reyfara, sem hann les til jafns við ársreikninga og hagtölur. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu eru nauðsynlegar. Ógagnsæjum vörugjöldum er skipt út fyrir eitt skattþrep og undanþágum til sérhagsmunaaðila eytt. Auðvitað er erfitt að kyngja þessum breytingum fyrir þá sem verða fyrir þeim, en einfaldara kerfi með skilvirkari verðmyndun og meiri samkeppni er hagur okkar allra. Stjórnarmaðurinn hnaut um auglýsingu er hann vafraði um Facebook yfir kaffinu. Fyrirsögn auglýsingarinnar var Rýmingarsala á rafbókum! Fyrir hverju átti að rýma er erfitt að segja, enda ólíklegt að rafbækurnar taki mikið pláss í hillum þessa ágæta bóksala. Stjórnarmaðurinn var þó ekki lengi að skella sér á eintak, enda 1.490 kr. fyrir Arnald gjöf en ekki gjald.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið hefur verið í umræðunni nýverið, og sitt sýnist hverjum. Helstu neikvæðniraddirnar snúa að hækkun lægra þreps virðisaukaskatts úr 7% í 12%. Bændasamtökin, VR og ASÍ voru meðal þeirra sem vöruðu við áhrifum hækkana á matvöru. Þau rök hafa að mestu verið hrakin og verða því ekki gerð að umræðuefni hér. Hækkun lægra þrepsins hefur þó ekki aðeins áhrif á matvöru, heldur einnig á t.d. bóksölu. Stjórnarmanninum hefur fundist athyglisvert að fylgjast með dómsdagsspám rithöfunda, útgefenda og bóksala um áhrif hækkunarinnar. Sala bóka er þó töluvert fyrirferðarminni í þjóðhagsreikningum Íslands en sala á matvöru, en viðbrögðin frá þessum hagsmunaaðilum hafa síst verið lágværari. Þeir hafa áhyggjur af því að hækkun virðisaukaskatts á bækur muni minnka sölu bókmennta hérlendis. Þessar áhyggjur eru eðlilegar enda myndi minni sala á bókmenntum hafa bein áhrif á tekjur þeirra sjálfra. Rökin sem þeir beita gegn hækkuninni eru þó önnur. Hallgrímur Helgason benti á að bransinn er í mjög viðkvæmu jafnvægi sem hækkunin gæti hæglega raskað, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Lesa má af orðum Hallgríms að hann telji bókaútgáfu geta lagst af ef fram fer sem horfir. Andri Snær Magnason telur að hækkunin geti haft áhrif á eftirspurn eftir bókum, sér í lagi hjá ungu fólki, með alvarlegum afleiðingum fyrir læsi þess. Rök Hallgríms og Andra halda þó ekki. Ekkert orsakasamband er á milli útgefinna bóka á Íslandi og virðisauka hverju sinni. Þetta er hægt að gaumgæfa á vef Hagstofu. Aðrar markaðsaðstæður, svo sem stærð markhóps og fjöldi útgefinna titla, hafa töluvert meiri áhrif á verðlag bóka og þar af leiðandi eftirspurn. Þetta sést greinilega þegar verð bóka án virðisauka er borið saman við önnur lönd. Stjórnarmaðurinn er einhuga fylgjandi breytingunum. Það er hann þrátt fyrir að vera almennt séð ekki sérlega hrifinn af skattahækkunum og þrátt fyrir að vera sólginn í reyfara, sem hann les til jafns við ársreikninga og hagtölur. Breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu eru nauðsynlegar. Ógagnsæjum vörugjöldum er skipt út fyrir eitt skattþrep og undanþágum til sérhagsmunaaðila eytt. Auðvitað er erfitt að kyngja þessum breytingum fyrir þá sem verða fyrir þeim, en einfaldara kerfi með skilvirkari verðmyndun og meiri samkeppni er hagur okkar allra. Stjórnarmaðurinn hnaut um auglýsingu er hann vafraði um Facebook yfir kaffinu. Fyrirsögn auglýsingarinnar var Rýmingarsala á rafbókum! Fyrir hverju átti að rýma er erfitt að segja, enda ólíklegt að rafbækurnar taki mikið pláss í hillum þessa ágæta bóksala. Stjórnarmaðurinn var þó ekki lengi að skella sér á eintak, enda 1.490 kr. fyrir Arnald gjöf en ekki gjald.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.Tweets by @stjornarmadur
Stjórnarmaðurinn Tengdar fréttir Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00 Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Fimm dagar og 630 þúsund krónur Stjórnarmaðurinn staðnæmdist við orð Huga Halldórssonar, framkvæmdastjóra Stórveldisins, í Viðskiptablaðinu nú í vikunni. Hugi kvartaði þar undan því að þurfa að stofna einkahlutafélög í gríð og erg vegna endurgreiðslna frá stjórnvöldum á kostnaði við innlenda framleiðslu á afþreyingarefni. 24. september 2014 11:00
Vondir útlendingar Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með útboðsferli Isavia í tengslum við verslunarrými á Keflavíkurflugvelli. Kaffitár er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa verið með aðstöðu í Leifsstöð, og raunar er það fastur liður hjá stjórnarmanninum að stoppa í einn tvöfaldan áður en hann fer í morgunflug. 1. október 2014 15:00