Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Hrund Þórsdóttir skrifar 8. október 2014 20:00 Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“ Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur var settur í einangrun á sjúkrahúsi í Madríd í morgun vegna ótta við ebólusmit svo þar eru nú alls sex í sóttkví og hefur mikill ótti gripið um sig. Einn þessara sex var fyrsta manneskjan til að smitast af ebólu utan Vestur-Afríku og í gær var fyrsti Norðurlandabúinn sem smitast hefur, norsk hjúkrunarkona, flutt til Osló. Hér á landi er unnið út frá viðbragðsáætlun síðan SARS lungnabólgan kom upp árið 2003 og búið er að ræða við til dæmis lækna í Keflavík og starfsfólk Keflavíkurflugvallar og heilsugæslustöðva. „Við erum með hlífðarfatnað og hlífðarbúnað sem er viðurkenndur af alþjóðaheilbrigðismálaráðuneytinu og erum með í pöntun í gegnum landlæknisembættið þykkari galla, þessa gulu galla sem við höfum séð í sjónvarpinu,“ segir Bryndís Sigurðardóttir, settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. „En það er alveg ljóst að Landspítalinn er ekki á pari við stóra háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar.“ Ef ebóla berst til Íslands verður deild A2, bráðalyflækningadeild á Landspítalanum í Fossvogi, lokað og þar verður ebólusjúklingum sinnt, ef á þarf að halda. Gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Nokkrir smitsjúkdómalæknar taka þátt en enn hefur hjúkrunarstarfsfólk ekki fengist í verkefnið. Ganga þarf frá tryggingamálum og greiðslum fyrir aukið álag og eru þau mál til skoðunar í vikunni. „Auðvitað er þetta erfitt og maður hefur heyrt að heilbrigðisstarfsfólk úti í heimi hafi hreinlega neitað og að vissu leyti skilur maður það mjög vel. Við fórum auðvitað í þessi störf til að hjálpa fólki en maður vill samt ekki setja sjálfan sig eða aðra í hættu,“ segir Bryndís. Hún segir litlar líkur á að ebóla breiðist út á Vesturlöndum en þó hafi hún áhyggjur af stöðunni. Engir Íslendingar starfa nú við umönnun sýktra. „Einmitt vegna þess að eins og er getum við kannski ekki alveg tryggt að okkar aðstæður séu nægilega góðar ef eitthvað skyldi koma fyrir.“
Tengdar fréttir Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43 „Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Sjá meira
Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn homas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. 8. október 2014 15:43
„Núna horfir heimurinn á þennan hræðilega faraldur og útbreiðslu hans“ Smitsjúkdómalæknir hjá Landsspítalanum hefur segir stöðu ebólufaraldsins grafalvarlega. 8. október 2014 10:07