Nýr Kia Rio í París Finnur Thorlacius skrifar 30. september 2014 13:19 Talsvert breyttur Kia Rio. Kia mun kynna nýtt útlit á Kia Rio á bílasýningunni í París þrátt fyrir að nýjasta og fjórða kynslóð bílsins sé aðeins orðin 3 ára. Kia Rio er söluhæsta bílgerð S-kóreska framleiðandans. Talsverðar breytingar eru gerðar á bílnum, bæði að utan- sem innanverðu. Framendi bílsins er mikið breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan og nýjar álfelgur fylgja bílnum, allt frá 15 til 17 tommur að stærð. Að innan fær bíllinn nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og með 5 eða 6 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði en það verður ekki staðalbúnaður í bílnum. Þá bætast við tveir nýir litir, Urban Blue og Digital Yellow. Kia ætlar einnig að kynna Optima bíl sinn með tvinnaflrás (Hybrid) í París. Ekki kemur fram hve aflmikil hún verður, en brunavél bílsins verður sem fyrr 1,7 lítra dísilvélin. Kia mun svo að auki kynna nýja uppfærslu á Venga í París, en Venga er lítill fjölnotabíll sem byggður er á sama undirvagni og Kia Soul og Hyundai i20. Glögglega má sjá breytingar á Rio að aftan. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent
Kia mun kynna nýtt útlit á Kia Rio á bílasýningunni í París þrátt fyrir að nýjasta og fjórða kynslóð bílsins sé aðeins orðin 3 ára. Kia Rio er söluhæsta bílgerð S-kóreska framleiðandans. Talsverðar breytingar eru gerðar á bílnum, bæði að utan- sem innanverðu. Framendi bílsins er mikið breyttur, með nýtt grill, nýjan stuðara og þokuljós. Bíllinn fær einnig nýjan stuðara að aftan og nýjar álfelgur fylgja bílnum, allt frá 15 til 17 tommur að stærð. Að innan fær bíllinn nýjan miðjustokk og notkun á krómi er aukin í innréttingu bílsins. Nýjar vélar verða í boði í Rio, allt frá 74 til 107 hestafla og með 5 eða 6 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Hægt verður að fá bílinn með Stop/Start búnaði en það verður ekki staðalbúnaður í bílnum. Þá bætast við tveir nýir litir, Urban Blue og Digital Yellow. Kia ætlar einnig að kynna Optima bíl sinn með tvinnaflrás (Hybrid) í París. Ekki kemur fram hve aflmikil hún verður, en brunavél bílsins verður sem fyrr 1,7 lítra dísilvélin. Kia mun svo að auki kynna nýja uppfærslu á Venga í París, en Venga er lítill fjölnotabíll sem byggður er á sama undirvagni og Kia Soul og Hyundai i20. Glögglega má sjá breytingar á Rio að aftan.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent