Búðu til þinn eigin ilm Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2014 14:29 Vísir/Getty Hefðbundin ilmvötn eru full af kemískum efnum sem eru talin vera skaðleg heilsunni. Fyrir þá sem vilja forðast öll aukaefni í snyrtivörum er sniðugt að búa þær til sjálfur. Þessi dásamlegi ilmur er án allra skaðlegra efna og hægt að skipta út ilmkjarnaolíum til þess að fá sinn persónulega ilm.Hráefni sem þarf í ilminn:2 tsk býflugnavax 2 tsk möndluolía eða jojoba olía 12 dropar sítrónu ilmkjarnaolía 12 dropar sæt appelsínu ilmkjarnaolía 12 dropar bergamot ilmkjarnaolía 12 dropar lofnarblóma ilmkjarnaolía Ílát fyrir ilminn, til dæmis lítið box undan varasalva.Leiðbeiningar:1.Blandið ilmkjarnaolíunum saman í skál. Hægt er að nota mismunandi hlutföll af ilmkjarnaolíunum eða skipta þeim út fyrir aðrar sem henta hverjum og einum. 2. Setjið 2 teskeiðar af möndluolíunni í aðra skál og verið með það tilbúið áður en býflugnavaxið er brætt 3. Bræðið 2 teskeiðar af býflugnavaxi í potti á meðalhita. 4. Þegar býflugnavaxið er brætt, hellið þá möndluolíunni í pottinn og hrærið saman við býflugnavaxið. Takið pottinn af hellunni og blandið ilmkjarnaolíunum strax saman við. Hærið í smá stund þangað til allt hefur blandast vel saman. 5. Hellið blöndunni um leið og búið er að hræra henni saman í tómt ílát sem er ætlað fyrir ilminn. Setjið lokið á og látið bíða í 10 mínútur. Þá er þessi dásamlegi heimatilbúni ilmur tilbúinn. Njótið! Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið
Hefðbundin ilmvötn eru full af kemískum efnum sem eru talin vera skaðleg heilsunni. Fyrir þá sem vilja forðast öll aukaefni í snyrtivörum er sniðugt að búa þær til sjálfur. Þessi dásamlegi ilmur er án allra skaðlegra efna og hægt að skipta út ilmkjarnaolíum til þess að fá sinn persónulega ilm.Hráefni sem þarf í ilminn:2 tsk býflugnavax 2 tsk möndluolía eða jojoba olía 12 dropar sítrónu ilmkjarnaolía 12 dropar sæt appelsínu ilmkjarnaolía 12 dropar bergamot ilmkjarnaolía 12 dropar lofnarblóma ilmkjarnaolía Ílát fyrir ilminn, til dæmis lítið box undan varasalva.Leiðbeiningar:1.Blandið ilmkjarnaolíunum saman í skál. Hægt er að nota mismunandi hlutföll af ilmkjarnaolíunum eða skipta þeim út fyrir aðrar sem henta hverjum og einum. 2. Setjið 2 teskeiðar af möndluolíunni í aðra skál og verið með það tilbúið áður en býflugnavaxið er brætt 3. Bræðið 2 teskeiðar af býflugnavaxi í potti á meðalhita. 4. Þegar býflugnavaxið er brætt, hellið þá möndluolíunni í pottinn og hrærið saman við býflugnavaxið. Takið pottinn af hellunni og blandið ilmkjarnaolíunum strax saman við. Hærið í smá stund þangað til allt hefur blandast vel saman. 5. Hellið blöndunni um leið og búið er að hræra henni saman í tómt ílát sem er ætlað fyrir ilminn. Setjið lokið á og látið bíða í 10 mínútur. Þá er þessi dásamlegi heimatilbúni ilmur tilbúinn. Njótið!
Heilsa Mest lesið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið