Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV í París Finnur Thorlacius skrifar 23. september 2014 10:44 Nýtt útlit Mitsubishi Outlander PHEV. Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent
Mitsubishi mun kynna nýtt útlit tvinnbílsins Outlander PHEV á bílasýningunni í París sem hefst eftir rúma viku. Mitsubishi ætlar Outlander PHEV stórt hlutverk þrátt fyrir að hann sé tiltölulega nýr bíll og er nú þegar búið að breyta útliti hans og það sannarlega til hins betra. Framenda bílsins hefur verið gerbreytt með straumlínulöguðum ljósum, miklu krómi á gerbreyttu grillinu og flottum línum sem leika um neðri hluta framendans. Afturendinn hefur einnig breyst mikið og er allur sportlegri og fágaðri með stórum afturljósum sem teygja sig fram í hliðar bílsins. Að innan eru enn meiri breytingar og heilmikill íburður. Þar eru nú viðarinnleggingar og stöguð leðurklædd sæti. Auk þessa bíls munu 11 aðrar gerðir Mitsubishi bíla standa í sýningarsbás fyrirtækisins í París og þar á meðal Outlander PHEV rallýbíll sem atti keppni í Asia Cross Country Rally keppninni í ár. Laglegur að aftan líka.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent